Strandapósturinn - 01.06.1969, Síða 94
veðurs við okkur og kom svo hlés megin á hægri ferð, 15—20
faðma frá okkur og hélt áfram 2—300 faðma frá okkur. Þegar
Bjarni var næst okkur, datt okkur í hug að kasta okkur i
sjóinn og synda í áttina að honum, en sem betur fór gerðum
við það ekki, því við hefðum tvístrast út í myrkrið og þá hending
að Bjarni finndi okkur í þeim stórsjó sem var og sennilegt að
tala þeirra sem björguðust hefði orðið lægri.
Ég sá að ægilegur brotsjór kemur að okkur, þá tapa ég úr
nokkrum augnablikum, ég man ekki eftir mér fyrr en ég er
að skrúfast niður í sjóinn, þrýstingurinn var ægilegur, ég hefði
ekki þolað öllu meira. Þegar ég svo fann að mér var að skjóta
upp, synti ég eins og ég gat með, mér skaut upp á það mikilh
ferð að ég fór upp úr sjónum niður fyrir mitti. Vörður er þá
sokkinn og ég sé bátinn á hvolfi og nokkra menn við hann, og
í því fer maður fram hjá mér á hröðu baksundi og var hann
með langa rá undir annari hendinni, hann stefndi á bátinn,
en ráarendinn rakst í bátinn en maðurinn er þá orðinn það til-
finingarlaus að hann finnur það ekki og heldur áfram, þar til
ég kom að honum og segi honum að snúa við.
Rétt í því að ég næ bátnum, sé ég einn félaga minn, ósyndan
og ekki með fullu ráði, skammt frá, ég sé að hann myndi reka
frá okkur eins og hina, sem ekki náðu bátnum strax, ég synti
því að honum og tók í hálsmálið á bjargbeltinu, en liann grípur
þá dauðahaldi í handlegginn á mér. Ég komst þó að bátnum
aftur, en var nokkra stund að fá hann til að halda sér í bátinn
og síðan að fara upp á hann. Við vorum nú komnir níu á
kjöl bátsins og þrír á flekann, en sáum að hina rak frá okkur
án þess að við gætum neitt að gert, við sáum að Bjami stefnir
að okkur og er að lýsa í allar áttir með ljóskastaranum, en sa
okkur ekki fyrr en hann var kominn rétt að okkur, því að við
vomm svo lengi niðri í öldudölunum, en ekki nema augnablik
á öldutoppnum. Þó tókst honum að leggja að okkur með snilld.
Þegar skipið valt að okkur stukku allir upp nema ég, flestir náðu
upp á lunninguna, aðrir í enda sem héngu á lunningunni og
einn hékk í stakk á öðmm sem hafði náð upp á lunninguna.
Ég átti kost á að ná í bjarghring sem hékk á síðunni, en sagði
92