Strandapósturinn - 01.06.1969, Qupperneq 95
fyrsta stýrimanni að stökkva í hann því bandið hefði ekki þolað
okkur báða og við farið niður á milli og sogast undir skipið,
einn félaga minna fórst með þeim hætti.
Það var eins og það væri haldið aftur af mér að reyna að
komast upp, það skipti heldur engum togum, frákastið setti bát-
inn fram með skipinu og á næstu báru slóst hann í kinnunginn á
Bjama og ég steyptist í sjóinn og hálfvegis undir stefnið, en
komst þó fram fyrir og upp á bátinn aftur, mig rak nú frá
og yfir á kulborða, á meðan var mönnunum af flekanum bjargað.
Þá sá ég að skipstjórunn er að reka framhjá mér, alveg ósjálf-
bjarga. Mér tókst að ná honum og komst með hann aftur að
bátnum, ég reyndi að ná honum upp á bátinn, en gat það ekki,
því hann gat ekkert hjálpað til sjálfur, en með því að leggjast
þvert yfir kjölinn gat ég haldið honum það upp úr, að hann
saup ekki meiri sjó. Þannig hélt, ég honum í c.a. 10 mínútur
án þess að geta hreyft mig.
Bjarni kom nú til okkar og kastaði til mín kastlínu, en ég
varð að fara út af bátnum til þess að verða ekki á milli og þó
mér væri orðið kalt, tókst mér að hnýta kastlínunni utan um
handlegginn á skipstjóranum, en þeir urðu að draga hann yfir
bátinn. Varð hann þá á milli og marðist mikið á baki og fór úr
axlarliðnum.
Eg náði svo í enda frá þeim og var dreginn innfyrir í stakk
og stígvélum. Tuttugu mínútum seinna var svo þeim síðasta
bjargað, sem þá var orðinn mjög þjakaður og er ekki búinn að
ná sér enn.
Móttökurnar eftir að við komum urn borð í Bjarna Olafsson,
getur þú séð í greinunum sem skrifaðar eru í Morgunblaðið og
sendi ég þér hér með.
Annars er sumt í þessum blaðagreinum furðulegt og alls ekki
frambærilegt, til dæmis þar sem segir. „Ég sá ekki að skipið
væri að farast, fyrr en fór að renna ofan í reykháfinn.“ Nærri
má geta hvort vanir sjómenn sjái ekki að skip er að farast, fyrr
en reykháfur er að fara í kaf. Fleira er þarna skrifað, sem vekur
okkur furðu, þó ekki verði farið frekar út í það.
Jæja Pabbi minn! Ég hef þetta ekki lengra, bið innilega að
93