Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 96
heilsa mömmu og öllum heima. Ég fer suður með næstu ferð,
til að fá mér vinnu.
Ég hef haft það ágætt síðan ég kom í land, alltaf í heim-
boðum og veizlum og þó ég segi sjálfur frá, þá held ég að öllum
héma þyki vænt um mig.
Dagblaðið Tíminn birti eftirfarandi frétt, þriðjudaginn 31.
janúar 1950.
Aðalfyrirsögnin var: Sviplegt sjóslys. Og undirfyrisögnin var
þannig: Togarinn Vörður frá Palreksfirði fórst fyrir sunnan land
á sunnudagskvöldiS. Skipverjar af Bjarna Olafssyni björguðu
fjórtán mönnum, en fimm fórust.
Texti greinarinnar var svohljóðandi:
„Togarinn Vörður frá Patreksfirði fórst á útleið um klukkan
sjö á sunnudagskvöldið og biðu fimm skipverjar bana. en fjórtán
bjargaði togarinn Bjarni Olafsson frá Akranesi, sem var á heim-
leið. Virðast skipverjar á Bjarna Ólafssyni hafa bjargað hinum
nauðstöddu mönnum um miðnætti og barst fyrst tilkynning um
þennan atburð frá loftskeytastöðinni, er klukkan var þrjá stundar-
fjórðunga gengin í tvö um nóttina.
Mennimir sem fómst, vom þessir.
Jens Jensson, frá Patreksfirði, fyrsti vélstjóri, kvæntur, átti
tvær uppkomnar dætur og sex ára fósturson.
Jóhann Jónsson, frá Patreksfirði, annar vélstjóri, kvæntur, átti
sjö börn.
Guðjón Ólafsson, frá Patreksfirði, annar stýrimaður, átti tvö
börn á uppvaxtarskeiði og aldraðan föður.
Halldór Ámason, frá Patreksfirði, kyndari, kvæntur, átti þrjú
ung börn.
Ólafur Jóhannesson, frá Tálknafirði, háseti. nýkvæntur, bam-
laus.
Allt vom þetta hinir vöskustu sjómenn og á bezta starfsskeiði.
Slysið gerðist 165— 170 sjómílur suðaustur af Vestmanna-
eyjum, og var ekki fullljóst í gærkvöldi, hvernig það hafði gerzt,
þótt sennilegast sé, að það hafi farizt í kviku. Var hann þó
talinn gott sjóskip. Ekki er heldur ljóst, hvemig Bjami Ólafsson
94