Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 102
unnu þeir mikið við sögun á rekaviði, og einnig var unnið að
jarðabótum þegar tíðarfar leyfði.
Einn vinnumanna Loftar var Sigfús Bjarnason. Hann var
lengi á Eyjum, var kvæntur og áttti 4 börn, kona hans var
vinnukona og höfðu þau börnin á framfæri sínu. Allt þetta
fólk var sem ein fjölskylda. Sigfús vann mikið við smíðar fyrir
heimihð. Vinnukonurnar unnu að tóskap á vetrum, því mikið var
ofið af vaðmáli. Annan veturinn sem ég var á Eyjum, tók ég við
að vefa. Áður óf Loftur sjálfur allan vefnað til heimilisnota og
allmikið fór í viðskipti og gjafir til fátækra. Eg óf um það bil 170
álnir yfir veturinn og má af því sjá, að mikið hefir þurft að
kemba og spinna af ull til að framleiða mikið vaðmál. Eg óf
bæði einskeptu og tvískeptu, einnig nokkuð af tvistefnum, í
milliskyrtur og svuntur. Svuntuefnin voru ofin með bekk og
skyrtuefnin með mynstri, því þá þóttu þau fallegri.
Að sumrinu var mikið heyjað fram í Bjamarfirði, mest í
Kaldrananesflóa. Þá fóru vinnumenn og vinnukonur í útilegu
meðan heyjað var svo langt frá heimilinu, og var oft glatt á hjalla
í þessum útilegum. Heyið var flutt á bát (sexæring) norður
að Eyjum. Sæta varð sjávarföllum til að komast inn ós Bjamar-
fjarðarár, og var farið upp ána alllangan spöl, eða fram í
Skolakeldu, en þangað var heyið flutt á hestum. Sexæringur-
inn tók 32 sátur en var þá orðinn mjög valtur og varð að viðhafa
mjög mikla gát á öllu, er háfermi var svo mikið. Formaður í
þessum ferðum var Torfi Björnsson húsmaður i Asparvík. í
kaup fékk hann 2 farma á sexæringinn. Oft gengu þessar ferðir
seint og varð að bíða byrjar, sérstaklega varð oft að bíða við
Klakkinn í Asparvík, því norðanáttin var oft harðari fyrir utan,
en venjulega lægði storminn um lágnættið og var ferðinni þá
haldið áfram.
Torfi Bjömsson var húsmaður í Asparvík, en Loftur á Eyjum
hafði jörðina á leigu eins og áður er sagt. Grasnytjar hafði Torfi
litlar nema túnið, þó hafði hann smá grasbletti inn með fjalhnu,
Leppsmýri, Litlastekk, Smjörhjalla, Hvamm, Hvammbrún, og
Sláttulá. Fyrir þessar nytjar og húsnæði greiddi hann með 10
ærfóðmm.
100