Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 104
litla sögu af mörgum svipuðum og jafnvel enn alvarlegri, sem
gerðust árlega í byggðarlaginu. Eitt sinn kom fátækur bama-
maður að Eyjum, en bar ekki upp neitt erindi. Þessi maður
var góður kunningi minn, kom til mín þar sem ég var að
vinna í vefstólnum, og spjölluðum við saman nokkra stund.
Hann hafði orð á því við mig, að lítið væri til að borða heima
hjá honum. Eftir að hann var farinn kom Loftur til mín og
spurði hvort ég vissi nokkuð um erindi hans, því hann var viss
um að ekki hefði hann verið á ferð að ástæðulausu, en bjóst held-
ur við að hann hefði ekki haft kjark til að bera upp erindi sitt.
Ég sagði Lofti að hann hefði haft orð á því, að lítið væri til
handa bömunum að borða. Þá sagði Loftur og var fastmæltur:
„Ég ætla að biðja þig, ef þetta kemur fyrir aftur, að láta mig
vita.“ Því næst sendi hann á eftir fátæka manninum með þau
boð að hitta sig tafarlaust, sem sá fátæki gjörði. Þaðan fór hann
svo með byrði sína af matvælum heim til sín. Þetta dæmi, sem
var svo algengt og maður sá næstum daglega, sýnir ljóslega fá-
tæktina og erfiðleikana hjá fjöldanum og hvemig einn maður
með fjárráð og fyrirhyggju bætti úr böli svo fjölda margra, er
hefðu svelt að öðmm kosti. Þessi góði maður ávann sér elsku og
hylli sveitunga sinna og varð öllum harmdauði er hann féll í val-
inn, þá orðinn gamall maður. Loftur andaðist 28. nóv. 1899,
og hafði þá verið bóndi á Eyjum í 41 ár.
102