Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 110
í Trékyllisvík, því hann átti þess enga von, að vélamenningin
væri komin svo langt til norðurs.
Minnisstæðastur verður mér Tiyggvi, er ég heyrði hann og sá
í ræðustól í fyrsta sinn. Það var á kjósendafundi í Bæ um haust-
ið þetta sama ár. Maðurinn allur hinn ásjálegasti, röddin hljóm-
fögur og ákaflega blæbrigðarík. Stundum þrungin sannfæringar-
krafti og eldmóði, stundum leiítrandi af elskulegri glettni og allt
þar á milli.
Andstæði.ngur hans, Magnús Pétursson, læknir, var góður
ræðumaður. En hér átti hann við ofjarl að etja. Hann fann það
sjálíur, fór með löndum og hætti sér ekki of langt. Eg man sér-
staklega eftir því, sem Tryggvi kallaði syndaregistur Magnúsar.
Það var langur listi er hann hafði samið yfir það er hann taldi vera
óþarfaútgjöld á fjárlögum og Magnús hafði verið viðriðinn, ann-
aðhvort með því að flytja sjálfur tillögur þar að lútandi, eða stutt
að framgangi eyðslunnar með atkvæði sínu.
Svo hagaði til, að ræðunraður stóð innan við borð, r einu horni
fundarstofunnar. Meðan Tryggvi talaði, sat Magnús framan við
borðið, sneri í hann baki, og skrifaði í rissblokk sína.
Meðan Tryggvi las upp syndaregistrið, hafði hann þann hátt
á eftir að hafa rökstutt skoðun sína um að tiltekinn útgjaldaliður
fjárlaga væri óþarfur, eða ótímabær, að hann laut fram yfir
borðið, potaði með blýanti í öxl Magnúsar og sagði: En minn
ágæti andstæðingur flutti þetta inn á Alþingi, eða að minn ágæti
andstæðingur greiddi þessu atkvæði.
Löngu seinna sagði Tryggvi mér, að það hefði glatt sig innilega,
að geta átt hlut að því, að Magnús Pétursson var skipaður bæjar-
læknir í Reykjavík. Slíkur var drengskapur hans. Þegar ég var
í Samvinnuskólanum, 1927 til 1928, kenndi Tryggvi íslenzku
nokkra tíma, en þó færri en við myndum hafa kosið, því þetta
voru yndislegar stundir. En hann var þá orðinn forsætisráð-
herra og hafði í mörg horn að líta. Þarna var engin málfræði,
engir stílar, engar yfirheyrslur, aðeins spjall um málið á víð og
dreif. Hann sýndi okkur, hvað væri fallegt mál, og hvað minna
fallegt, hvað væri rangt mál og hvað rétt. Eitt dæmi verður að
nægja: Það er jafnrangt að tala um gifta karla og að tala um
108