Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 113
Guðbrandur Benediktsson frá Broddanesi:
Horfnir samtíðarmenn
Ég var að blaða í myndum eftir Tryggva Samúelsson. Þar
urðu fyrir mér myndir af góðum og gömlum sveitungum, sem
gengnir eru til feðra sinna.
Nú er það eitt af áhugamálum samtíðarinnar að varðveita og
forða frá tortímingu. Meðal þess eru myndir af samtíðarmönnum
— að koma þeim á þá staði sem þær glatast ekki en geymast og
möguleiki er til að endurnýja.
Á framangreindum forsendum bið ég nú „Strandapóstinn"
að taka til geymslu myndir af þeim Andrési bónda Magnússyni í
Þrúðardal og Finnboga bónda Björnssyni í Miðhúsum í Fells-
hreppi, Strandasýslu.
Eins og meðfylgjandi æfiágrip sýna dvöldu þeir í Kolla-
firði sem bændur og síðar hjá bömum sínum; vom því þátt-
takendur í uppbyggingu hreppsfélagsins.
Andrés Magnússon var fæddur 31. marz 1872, og dó 22. janúar
1943. Foreldrar hans vom þau Magnús Bjamason bóndi í
Skálholtsvík og kona hans Guðrún Andrésdóttir. — Foreldrar
Magnúsar vom Bjami bóndi í Lækjarskógi í Laxárdal, Dala-
sýslu og seinni kona hans Kristín Bergsdóttir. Magnús dmkkn-
aði í fiskróðri 1874. — Kona Magnúsar var Guðrún Andrés-
dóttir, Jónssonar bónda í Hvítuhlíð, Hjálmarssonar prests í
Tröllatungu, Þorsteinssonar. Kona Andrésar var Sigríður And-
résdóttir Sigmundssonar ríka á Skriðnesenni.
Andrés Magnússon var kvongaður Guðrúnu Guðmundsdóttur,
Ketilssonar bónda í Hlíð, í Kollafirði, Oddssonar á Einfætis-
gili. —• Kona Ketils var Oddný Jónsdóttir af Snæfellsnesi. —
Kona Guðmundar var Sigurlaug Jónsdóttir, Andréssonar bónda á
Borgum í Hrútafirði og konu hans Oddhildar Jónsdóttur, Hjálm-
111