Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 117
konan sefur vært, enda þreytt eins og allar gamlar konur, og
reyndar ungar líka, voru þá.
Daginn eftir er sunnudagur með roki. Ekki verður farið á sjó
í dag. Sonurinn fer í fjárhúsið fyrr en venjulega, gamli maðurinn
getur það ekki lengur. Þegar hann hefur gefið kindunum stefnir
hann til fjalls.
Það fjall stendur eitt sér fremst á nesi, fjarri öðrum fjöllum,
það gnæfir upp úr sjávarrótinu og sker sundur sortann.
Hann gengur fyrst upp aflíðandi hlíðina, með vindinn á hlið,
sem tætir í föt hans, en hann skeytir því engu, því að meira blæs
innra.
Beint af augum stefnir hann, alitaf á brattann, er hvað eftir
annað nær fokinn, kemst upp á tindinn. Þar er varla stætt fyrir
roki.
Samt stendur hann þar eins og stytta með aðra hliðina í veðrið.
„Ég ætla að vera hér á mínum stað“.
Og um leið lygnir í sálinni, er ákvörðun er tekin.
Ungi bóndinn í Vík, gengur niður af fjallinu, eins og margir
hafa gert á undan honum, að ganga á fjallið er að horfast í augu
við sjálfan sig.
Aldrei framar mun hann hopa á hæli, aldrei bregðast orði sínu.
Þegar hann kom heim gekk hann rakleitt til föður síns, tók
um axlir hans og sagði: „Ég fer ekkert pabbi minn“, og gamli
maðurinn grét.
Um nóttina dó hann, eins og hann hefði bara verið að bíða
eftir þessu.
SVERTINGJADRENGURINN
Ég var gestur í stórri, erlendri borg. Margt ber fyrir augu á
slíkum stað, en minnistæðust verður myndin af litla svertingja-
drengnum.
115