Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 121
Einar Eliesersson:
BæjarleiS, sem móðir mín fór
frostaveturinn 1918
Móðir mín, Þuríður Einarsdóttir frá Hlíð í Kollafirði, var fædd
16. 2. 1862, og var því 56 ára, þegar hér var komið.
Árið 1918 bjó ég ásamt konu minni, Pálínu Bjömsdóttur, á
Óspaksstöðum í Hrútafirði. Móðir mín var hjá okkur. Á Melum
í Bæjarhreppi bjuggu þá hjónin Jósep Jónsson og Anna Bjama-
dóttir. í desember þennan vetur fær móðir mín orð frá Onnu á
Melum. Hún biður hana að koma að Melum og þvo fyrir sig
þvott. Svo rann dagurinn upp, bjartur en frostharður, að mamma
fór út að Melum að þvo þvottinn. Þegar mamma var nýkomin
að Melum, þá kemur Guðmundur Þórðarson, sem átti heima í
Gilhaga, að Melum. Hann var á leið út að Borðeyri. Mamma
biður hann að koma að Melum í bakaleið, hún ætli að verða
honum samferða fram veginn á móts við Óspaksstaði.
Guðmundur kom til baka í rökkrinu. Héldu þau þá af stað
fram veginn og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þau koma að
hól, sem er á móti Óspaksstöðum og heitir Votihvammshóll,
þar skilja þau. Mamma ætlar yfir Hrútafjarðará heim að Óspaks-
stöðum og biður hún Guðmund að bíða á hólnum á meðan hún
fari yfir ána. Hún ætli að hóa, þegar hún sé komin yfir. Guð-
mundi fer að leiðast biðin á hólnum og fer hann þá ofan að
ánni, sem var þá ísi lögð og yfir ísinn ætlaði mamma að ganga.
Er Guðmundur kemur niður að ánni sér hann vök á ánni, og
sér hann þá þegar, að mamma hafði dottið ofan í ána. Hann lít-
ur vel í kringum sig og sér þá mömmu í vökinni. Stóð hún við
skörina að austan og náði hún henni í mitti. Svo sagði mamma
síðar frá, að þegar hún var að fara yfir ána, hefði hún ekki vitað
fyrri til en ísinn brast og hún féll aftur fyrir sig í ána. Vatnið tók
119