Strandapósturinn - 01.06.1969, Qupperneq 125
við fullorðið fólk og þar með sá möguleiki ekki til umhugsunar
varð ég að finna eitthvað mér hentara til að gjalda í sömu mynt.
Án þess að gera mér grein fyrir þeim hræðilegu afleiðingum, sem
tiltæki mitt orsakaði, gerði ég mig góðan í framan og friðmæltist
við Stínu, sem hún tók vel, enda var hún mér ævinlega góð og
þótti vænt um mig og fús til sátta. Ef hún hefði vitað heillyndi
mitt í þeim sáttum, hefðu afleiðingamar áreiðanlega ekki orðið
eins hörmulegar. Mér varð það nefnilega á um leið og hún faðm-
aði mig að sér að lauma mýslu undir pilsið hennar. Ég treysti
mér ekki til að lýsa viðbrögðunum, sem urðu, en fæturnir létu
undan eldhúsborðinu. Að öðm leyti vísa ég í skessusögur þjóð-
sagnanna. Með þessu afglapi lauk mínum músabúskap með við-
eigandi áminningum.
Nú er ég orðinn sex ára og aftur skotinn, þótt með öðrum
hætti yrði en í fyrra sinnið.
Stúlka úr Árneshreppi, Magga Jónsdóttir, var um sumar-
tíma á Kaldrananesi, og mun þá hafa verið um fermingu. Hún
var ákaflega hlýlynd og bamgóð og fór ég ekki varhluta af því.
Sennilega gleymi ég aldrei traustu og eilítið þykku hendinni
hennar og þeim straumum, sem hrísluðust um óþroskaða bams-
sál og verður mér æfilangt vegarnesti.
Þetta sumar hafði ég þann hvimleiða starfa að reka kýr í haga
og koma þeim á ból að kveldi á mjaltatíma. Allir vita hvemig
kýr geta látið. Þær hirða ekkert um að halda sig á þeim stað,
sem þeim er vísað á að morgni, hvað þá heldur að hypja sig
heim á réttum tíma. Eða þessi eilífi lubbaháttur, sem þeim virð-
ist vera öðram dýmm fremur áskapaður að fela sig í mishæðóttu
landi.
Kvöld eitt síðla sumars, er tekið var að skyggja, var tímabært
orðið að koma kúnum heim. Nokkra hugmynd hafði ég um hvar
þeirra var að leita, en mikil var raun manni á mínum aldri, að
laumast framhjá gömlu fjárhúsunum hans Jóns heitins Áskels-
sonar, sem þekkt vom að hýsingu allskyns dularfullra fyrirburða
eða þá Fúlavíkin niður af, sem alræmd var fyrir fjörulalla og mér
123