Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 126

Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 126
sem öðrum stóð mikill stuggur af. Hafði þó ekki lesið monstró- lógíu Þórbergs. Er ég var að kryfja þetta vandamál kom mér snjallræði í hug, sem framkvæmt var með eftirtöldum hætti: Ég viðraði mig upp við Möggu og spurði hvort hún hefði nokkurn sérstakan starfa með höndum, sem hún kvað ekki vera. Fannst mér nú heldur hækka hagur Strympu og færði mig upp á skaftið. Varð það að samkomulagi, að hún gengi með mér niður í Höfða eftir kúnum. Það var þögull og lítill maður, sem labbaði við hlið vinkonu sinnar niður Tuttugu-og-fimmálnavöllinn enda mikil umbrot í huga. Þegar að Fúluvíkinni kom laumaðist lítil hendi í hlýjan lófa, sem veitti öryggiskennd gagnvart öllum hættum. Nú tóku stríðari hugsanir að sækja á huga. Ég var ykkur að segja kominn í alvarlegar bónorðshugleiðingar. Einhverjar hugmyndir hafði ég þó um, að slíkt hentaði ekki þessu aldursskeiði, en kannski vildi hin væntanlega hinkra við í nokkur ár. Efinn er slæmur og varð að fótakefli í þetta sinn, því að aldrei þorði ég að bera upp bón- orðið. Og kýrnar komust heim með hinni góðu aðstoð, sem ég hafði og hamingjunnar naut ég áfram, sem ég hefði ef til vill spillt með ótímabærri framhleypni. Nú var það eitt sinn á þessu aldursskeiði, að ég fékk að fljóta með afa mínum í umvitjun hrognkelsaneta. Eftir langvarandi norðanátt, var þungur sjór en vindinn hafði lægt að mestu. Þegar búið var að vitja um netin sagði gamli mað- urinn að hann væri að hugsa um að skuttlast út í Sléttuvík og sækja rótarhnyðju, þar eð amma hafði eitthvað kvartað um að illa væri séð fyrir uppkveikju upp á síðkastið. — Fæst orð bera minnsta ábyrgð. —- Gamli maðurinn vatt upp segl og þrátt fyrir aldursmuninn held ég að báðir hafi verið latir við áramar. Siglingin þótti mér hæpin, því eins og fyrr er sagt var sjór þungur, þó ekki væri hvasst. Er við sigldum innan við Sléttuvíkurboðana, reif sig upp brot, sem ég gat ekki betur séð en ætlaði að kaffæra bátinn. En afa tókst að víkja undan og þá hljómaði sú setning frá honum, sem mér er einna minnisstæðast úr þessu ferðalagi: — „A, jæja“. — 124
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.