Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 128
Þorsteinn Matthíasson:
ALDABIL
Á árunum 1703—1712 ferðuðust þeir Ámi Magnússon og
Páll Vídalín um íslenzkar byggðir, söfnuðu heimildum og skráðu
upplýsingar um hvert byggt ból á íslandi.
Þennan mikla og margháttaða fróðleik gaf síðar Hið Islenzka
Bókmenntafélag út í bókarformi.
— Jarðarbók Áma Magnússonar og Páls Vídalín — Mikið
rit í mörgum bindum. Nú mun það vera svo, að fæstir hafa
þennan fróðleik tiltækan í eigin safni, enda þótt bókamenn séu
og margs vísari.
Þess vegna kom mér í hug að ef til vill þætti ýmsum lesendum
Strandapóstsins betra en ekki að fá þessar upplýsingar
um heimabyggðina teknar upp í ritið. Þá hef ég einnig tekið til
samanburðar jarðalýsingu, sem gerð var á þessari öld eða nánar
tiltekið á árinu 1942. Þó em nokkrar upplýsingar teknar úr jarða-
mati frá 1931, um þær jarðir, sem fallið höfðu úr byggð á þeim
áratug (1931—1941). Milli liggja sem næst 240 ár, og margt
breytist á skemmri tíma. Það getur því bæði verið forvitnilegur
og fróðlegur samanburður, sem fæst við það að bera saman lýs-
ingu jarðanna fyrr og síðar.
Nú yrði það alltof mikið efni að draga þetta fram og koma því
til skila í einu. Hér verður því aðeins sett fram örlítið sýnishom.
Byrjað verður á báðum endum sýslunnar, og verður auðna að
ráða hvenær tekst að ná þeim saman.
Þ. M.
Anno 1706, þann 6. septembris og á eftirfylgjandi dögum er þessi
jarðabók skrifuð eftir fólksins í Trékyllisvíkurhrepp tilsögn, svo
sem sýslumaðurinn, Jón Magnússon hana tók að Árnesi eftir þeirri
126