Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 130
Kvaðir öngvar. Viður af rekanum er tekinn til húsanna. Kvik-
fénaður er þar 1 kýr, 2 ær, 2 sauðir, 1 hestur. Þar kann fóðrast
1 kýr VI ær.
Heimilismenn eru 2, hjónin bæði. Grastekja má þar vera.
Hvannarótartekja ekki ómaksverð. Selveiði hefur verið, þó óhæg
vegna fjarlægðar. Reki er þar sæmilegur og hefur áður verið yíir-
fljótanlegur. Itök í hann vita nálægir engin, nema hvað Ames-
kirkju er eftir máldögum eignaður tíundi hlutur úr öllum hvöl-
um, sem á land koma millurn Geirhólms og Kaldbakskleifar. Skel-
fiskur hefur verið að nokkru gagni en eyðist nú mjög.
Tún spillist af harðindum, líka ber sjór þar nokkuð grjót upp
á. Engjar slæmar, snöggar og á dreif og sumar langt í burtu. Vetr-
arhart mjög. Hætt fyrir pening af dýjum og íorvöðum, fé fer og
í kletta, hestar og fé kann að detta úr fjalli líka deyja af grjót-
hruni úr fjallinu. Stungu og ristu vantar, en er þó ei mögulegt
að fá til annars staðar að. Kirkiuvegur óbærilega langur og erf-
iður og að segja ófarandi á vetrardegi. Hreppaflutningur í sama
rnáta svo' nær óbærilegur.
Bát á ábúandinn einn, sem hann rær til fiskjar á sumardag þá
hann getur.
I landinu á einum stað hefur fyrir minna en XL ámm verið
brúkuð selstaða, kölluð Skaufasel. Þar meina rnenn til forna
verið hafi býli, en veit þó enginn neitt skjallegt þar af. Þar sést að
verið hefur tún og líkindi til túngarðs. Það kann ómögulega að
byggjast fyrir slægnaleysi.
1942
S K J A L D A B JARNARVÍK
Eigandi: Jón Amgrímsson.
Ábúendur: Ólafur B. Jónsson l/>, Guðjón Kristjánsson J4.
Tún ca. 2,3 ha. Það liggur á sjávarbakkanum og er uppgrædd-
ur malarkambur — þurrlent og fremur greiðfært. Töðufengur ca.
60 hestb. Girt að sjó. Matjurtargarður 100 m2, uppskera 200 kg
kartöflur.
128