Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 131
Engjar mega heita samfelldar, votlendar og smágerður mýr-
lendisgróður. Heyöflunarmöguleikar ca 100 hestb. Engjavegur
stuttur og sæmilegur. Beitiland víðlent, mest gróðurlítið fjalllendi.
Sæmileg beit fyrir allan búpening. Mótak sæmilegt en langsótt.
Fjörubeit ágæt.
Torfrista og stunga fremur slæm. Steypuefni sæmilegt. Vatns-
ból: Lækur rétt hjá bænum en vatn ekki gott.
Sjógangur á túnið. Ræktun erfið. Mikill viðarreki. Selveiði (6
kópar). Hættur litlar. Samgöngur mjög erfiðar. Landamerki á-
greiningslaus.
Jörðin telst bera: 2 kýr, 3 hross, 100 fjár. Borgar sig að fjölga
sauðfé með fóðurbætiskaupum. Fóðurþörf: Kýr 40 hestb., hross
8 hestb., sauðfé 0,8 hestb.
Afurðir: Kýr 2000 1., dilkþungi 14 kg., 1,3 lömb á hverja á.
Afurðir eftir hverja á kr. 18,00. Húsakostur: íbúðarhús, bað-
stofa úr torfi, byggð 1908, mjög léleg, 6,5x4x3,5 m. Timburskúr
byggður við baðstofu árið 1930. Stærð: 7,5x4x2,5 m. Skemma
úr torfi, léleg. Bæjardyráhús úr torfi 6,5x3,5x2,5 nr. Fjós fyrir 3
kýr, Fjárhús yfir 110 kindur. Hlöður 210 m3. Votheyshlöður 20
m3. Hesthús yfir þrjú hross. Spelahjallur.
Mat jarðar og húsá kr. 3600.
1969.
Skjaldarbjamarvík hefur nú verið í eyði í mörg undanfarin ár.
Viðarreki er nytjaður af bændunum á Eyri við Ingólfsfjörð.
— O —
1706.
D R Á N G A R .
Jarðardýrleiki XII C. Þar er bænahús. Kirkjujörð frá Vatns-
firði við ísafjörð á Vestfjörðum.
Ábúandi Guðmundur Vilhjálmsson. Landskuld hefur verið i C
og er enn so, en um iii ár frá anno 1702 var landskuld Ixxx álnir,
því jörðin byggðist ekki. Þegar landskuldin var i C átti hálf land-
skuldin að betalast í gildum landaurum en hálf í búsgagni, en um
9
129