Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 132
þau ár, sem hún skyldi vera Ixxx álnir, í góðum aurum en ei
búsgagni. Betalast in loco.
Leigukúgildi ekkert, áður hafa þau verið iii, þar fyrir, fyrir hér
um XL árum, hafa þau verið iiii. Leigur hafa stundum fyrrum
betalast í smjöri. Betöluðust til Vatnsfjarðar.
Kvaðir öngvar.
Við til húsanna leggur landsdrottinn af rekanum.
Kvikfénaður er þar ii kýr i hestur, i ær, i lamb. Þar kann
fóðrast ii kýr, xii ær, i hestur.
Heimilismenn eru þar vi og auk i bam, sem kaupamaður hans
á hendi hefur og þar er á heimilinu.
Grasatekja varla ómaksverð. Reki hefur áður verið yfirfljótan-
legur, en nú er hann miklu minni. Af þessum reka er Ameskirkju
eftir máldögum eignaður tíundi partur af öllum hvalreka milium
Geirshólma og Kaldbakshoms. Heimræði hefur þar verið gott,
en nú um nokkur ár hefur það að mjög litlu gagni verið.
Túnið spillist af harðindum og af grjóti, sem sjór ber uppá
í stórflæðum. Landið smáspillist af skriðum sem úr fjöllunum
renna. Stórviðrasamt, hætt fyrir hús, hey og skip. Vetrarhart
stórkostlega. Hætt fyrir pening fyrir flæðum og klettum, sem
honum verður ekki úr náð. Stunga og rista hvorttveggja slæmt, en
ómögulegt annars staðar að ná til að útvega. Kirkjuvegur óbæri-
lega hættur, erfiður og langur. Hreppamannaflutningar í sama
máta.
Báta ii á ábúandinn gamla og slæma, sem hann vildi brúka þar
til fiski, en heimræði, sem verið hefur, bregzt svo að ekki fiskast.
í landinu í einum stað sjást tóftir nokkrar, kallaðar KRÁKU-
TÚN. Sýnist líklegt þar kunni að hafa verið býli að fomgildu,
veit þó enginn neitt þar af. Kann ómögulega að byggjast fyrir
slægnaleysi.
— O —
1942.
DRANGAR
Eigandi: Jakobína Eiríksdóttir Skriðnesenni og böm hennar.
Ábúandi: Eiríkur Guðmundsson.
130