Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 134
leikar sæmilegir. Dúntekja (40 kg.). Selveiði (16 kópar). Sam-
göngur rnjög erfiðar. A jörðinni er flæði hætt sauðfé. Húsakostur:
íbúðarhús byggt 1912. Hæð, kjallari og ris. 9,5x7x2,2 m. kjallari.
íbúð: 9,7x7x4,4 m.
Eldhús úti, úr torfi, 6x3x2,5 m. Dúnhús úr timhri, 3x2,5x2,5 m.
Timburskemma, 50 ára gömul, 6x4x2,5 m.
Hænsnahús, 3x1,5x2 m. Spelahjallur.
Fjós yfir 3 kýr. Fjárhús fyrir 230 fjár, úr torfi. Áburðarhús 28
m3. Þvaggryfja 22 m3.
Hlöður 460 m3, torf, járnþak. Votheyshlöður.
Sjóarhús úr torfi. Torfhjallur. Timburhjallur með geymslulofti,
6x3,5x2,7 m. Refagirðing fyrir eitt par.
Matsverð jarðar og húsa kr. 24.400.
— O —
Anno 1709, þann 25 Martii og á efir komandi dögum, að Felli
við Kollafjörð, var þessi jarðabók tekin af sýslumanninum Jóni
Magnússyni eftir þeirri fullmagt og befaling, sem konglegrar maj-
estatis commissarii höfðu honum þar til gefið.
1709
GILHAGI
I landi Mela sýnist hafa verið gamalt býli, hefur ekkert nafn.
Þar sést til tófta og girðinga. Veit enginn um þess bygging eða
eyðilegging. Kann ómögulega byggjast.
Annað gamalt býli sést þar Ormsbær. Þar sést til tófta og girð-
inga. Óvíst um þess bygging og eyðilegging. Kann ómögulega
by&gjast.
Þar fyrir utan eru í landinu í tveim stöðum kallað Manga-
tóftir, en á öðrum stað Loftshús. Þetta allt tekur nafn af tveim
mönnum, sem í manna minnum hafa þar verið um heilt eða hálft
ár á hverjum stað, en aldrei byggt verið eftir né áður.
Kann ómögulega að byggjast.
132