Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 136
Gripahús: Hesthús fyrir 7 hross. Fjós fyrir 2 kýr. Fjárhús
fyrir 80 fjár. Fóðurgeymsla: 2 hlöður 168 m3. Öll húsin eru úr
torfi en járnþak á hlöðu.
Fasteignamat er kr. 2000,00.
— O —
1709
GRÆNUMÝRARTUNGA
í heimalandi MELA, þar sem selstaða hefur verið jafnaðar-
lega brúkuð, sýnist hafa verið gamalt býli, kallað Grænumýrar-
tunga.
Þar eru gamlar tóftir, girðingar og mikið túnstæði. Veit enginn
um þess bygging og eyðilegging. Kynni að sönnu vel að byggj-
ast, en ekki án merkilegs skaða heimajarðarinnar.
1942
GRÆNUMÝRARTUNGA
Eigandi og ábúandi: Gunnar Þórðarson.
Tún 4,5 ha., flatlent, leir- og mýrarjarðvegur. Mikið slétt og
allt greiðfært. Girt með gaddavír að Hrútafjarðará, sem fellur
neðan túns. Töðufengur 150 hb.
Matjurtagarðar 1000 m2, flatir og leirmold. Uppskera í meðal-
ári 500 kg. kartöflur og 100 kg. gulrófur. Rabarbari og kál til
heimilis. Lítill garður með trjáplöntum. Reitingssamar fjallengjar,
brok og mýrgresi en votlent. Heyskapur 200 hestb. árlega. Engja-
vegur fremur langur.
Beitiland: Víðlent fjalllendi, ágæt sumarbeit fyrir sauðfé. Haust-
beit góð. Vetrarbeit einnig ef ekki hindra snjóalög. Vorbeit fremur
góð. Hagagirðing.
Mótekja sæmileg og nærtæk. Slæm torfrista. Gott steypuefni.
Vatnsból gott. Lækur við íbúðarhús. Ræktunarmöguleikar erfiðir.
Laxveiði (stangaveiði) í Hrútafjarðará. Samgöngur góðar — 14
km. akfær vegur á verzlunarstað. 3. fl. símstöð.
Jörðin fullnv'iuð telzt bera: 3 kýr, 7 hross, 140 kindi’f- Borgar
134