Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 139
var staðsett við milliþilið, og fast borð undir smáglugga á vestur-
hlið.
Það var liðið langt fram á kvöld fyrsta daginn, sem Jón var
í Vík, þegar hann var búinn með gegningar og farinn að hita
upp eldavélina og fá sér bita að borða. Hann var þreyttur eftir
erfiðan dag, og þar eð brátt varð hlýtt og notalegt í eldhúsinu,
lagði hann rúmföt sín á hvítþvegið eldhúsgólfið og bjóst til svefns.
Við höfðalagið hafði hann matarskrínu sína, og á lok hennar
festi hann kertisbút og lagði eldspýtnastokk hjá.Ekki fann hann
til myrkfælni, þótt dáhtla einmanakennd setti að honum, en
hann sofnaði fljótt, er hann hafði slökkt ljósið. Þá mun klukkan
hafa verið ellefu um kvöldið. Draugalega birtu lagði inn um eld-
húsgluggann frá hálfvöxnu tungh.
Um nóttina vaknar Jón við að honum finnst einhvem hel-
kulda leggja um sig allan. Hann rís upp við olnboga til að laga
sængurfötin, en þá sér hann við föla tunglskinsbirtuna, að há-
vaxin hvítklædd vera stendur við fletið og bendir honum að
koma með sér. Jón varð ekki hræddur, en seildist eftir eldspýtun-
um og kveikti ljós á kertisbútnum. Er hann kveikti ljósið, hörfaði
vera þessi út í eitt hornið, þar sem ljóssins gætti minnst, stað-
næmdist þar og horfði á Jón og benti horium að koma. Jón
lá nú langa stund, horfði á veruna og hugsaði ráð sitt. Það var
hánótt, löng skammdegisnótt, og langt út að Nesi. Nei, nú dugði
ekki að missa kjarkinn, hann skyidi verður þess trausts, er faðir
hans sýndi honum með því að fela honum fjárgeymsluna. Hann
setti í sig allt það hugrekki, er hann átti til, tók kertið með
ljósinu og gekk í áttina að verunni, sem hörfaði undan og hvarf
inn í vegginn. Hún var hrædd við ljósið, hugsaði hann, þá er
allt í lagi, hún kemur ekki aftur. Jón lagðist nú niður í fleti
sitt, slökkti ljósið og hugðist sofna á ný, en áður en hann gæti
sofnað aftur, var vera þessi komin að fleti hans og benti honum
enn ákveðnara en hið fyrra skiptið að koma með sér. Nú fór Jóni
ekki að lítast á blikuna. Hann kveikir ljósið í snatri, og nú gerðist
allt eins og í fyrra skiptið. Veran hrökklaðist út úr ljósbirtunni.
Jón tók ljósið og fór á eftir, og veran livarf út í vegginn. Jón
sá nú að eigi myndi gefast næði til að sofa, svo hann lét ljósið