Strandapósturinn - 01.06.1969, Page 140
loga. Að nokkuni stundu liðinni kemur vera þessi í þriðja smn,
og virtist hún nú ekki forðast ljósið eins og áður, hún þokaðist
smátt og smátt nær fleti Jóns og sýndist honum á látbragði henn-
ar, að hún ýmist bæði hann eða ógnaði honum að koma með sér.
Jóni var nú nóg boðið, þreif rúmfötin og snaraðist upp í báðstofu,
og bjó um sig í rúmstæði við suðurgafl baðstofunnar. Hann
leggst nú niður og lætur ljósið loga. Eigi hefur hann legið nema
stutta stund er hann heyrir undirgang ferlegan, brothljóð og
læti svo baðstofan nötraði öll. A eftir fylgdi óhugnanleg þögn.
Hvað hafði gerzt? Jón hefur aldrei viljað segja mér hvemig hon-
um leið það sem eftir var nætur, eða hvað hann hugsaði. Aðeins
þetta hefur hann sagt: Eg varð aldrei hræddur. Er Jón kom nið-
ur í eldhúsið um morguninn, gaf heldur á að líta. Útveggurinn
hafði hrunið, og lá nú þykk dyngja af torfi, mold og grjóti á
gólfinu, þar sem flet hans hafði verið, gólffjalimar vom víða
brotnar og matarskrínan í molum. Mjög litlar líkur taldi Jón
á því, að hann hefði sloppið lifandi frá þessu. Ég hefði, sagði
hann, að minnsta kosti stórslasast, og sennilega dáið hörmulegum
dauða, þar sem mín hefði eigi verið vitjað fyrr en að viku liðinni.
Jón varð aldrei var við neitt dularfullt eftir þetta þann tíma, er
hann var við fjárgæzluna í Vík.
Jóhannes frá Asparvík skráði.
138