Strandapósturinn - 01.06.1973, Qupperneq 21
Þá þótti þess og vart verða, að ekki væri hann höfðingjasleikja
öðrum meiri, og að hann ljeti sig það lítið skifta, hvort hann ætti
orðastað á þingi við þaulvígða þjenara drottins eða óbreytta al-
þýðumenn. Hann myldi ekki meir eða betur undir þauivígðu
þjenarana en hina. Og einhver fleygði því, að ekki hefði hann gert
biskupinum þar hærra undir höfði en bara rjettum og sljettum
prelátum. Vita þó allir, að G. G. er Krists vin og „almennilegrar“
kirkju. En hann mun ekki hafa talið sjer skylt, að bera þá vin-
áttu yst fata á jafn-veraldlcgum stað sem Alþingi.
G. G. hefur oftast þótt nytjamaður við þingstörfin. Hann er
ólatur og verkdrjúgur; fer varla að málunum af flasfengi, brýtur
þau oft til mergjar og fótar sig jafnan á málsástæðunum. Þar á
ofan er hann manna ýtnastur um áhugamál án, og þrautseigur
getur hann verið við þau málin, er hann hyggur að horfi til þjóð-
þrifa.
G. G. er allvel málifarinn. Er hann oftast kyr í máli; tálar ekki
út í veður og vind, en leitar jafnan orðum sínum staðar hjá mál-
efnum eða þá mönnum. Nokkuð hefur hann stundum þótt bein-
skeytur í orðum, og sú var tíðin, að mönnum virtist sem hann
drægi einstaka sinnum súg eigi lítinn í flugnum, er hann átti orða-
stað við suma meiriháttar menn. En ekki hefur hann að jafnaði
gerst til við menn að fyrrabragði. Sje aftur á móti gerst til við
hann, þá mun hann sjaldnast skuldseigur á greiðsluna.
I mai hefti Oðins 1915, skrifar Jakob Thorarensen skáld, mjög
gagnorða og skemmtilega grein um Guðjón Guðlaugsson. Þar
getur Jakob meðal annars um deilur þeirra Guðjóns og séra
Amórs Amasonar á Felli í Kollafirði og fer skáldfákurinn þar á
kostum hjá Jakob eins og vænta mátti. Þessar deilur þeirra Guð-
jóns og Amórs vom svo stórbrotnar, að ládauður sær hins hvers-
dagslega mannlífs, ýfðist svo að ölduföll og brotsjóar gengu yfir
byggðarlagið og mátti þá margur gæta sin að lenda ekki í út-
soginu frá því ölduróti.
Meðal annars var þá gripið til hagmælskunnar og gengu ljóð
og stökur á milli og ekki spömð orðgnóttin. Ég set hér sýnishom
af þessum skáldskap og vona að það særi engan, þegar svo langt
19