Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 32
brot og breytingar í búnaðarmálum vorum. Samverkamenn mínir
voru hinir ótrauðustu og löttu engra framkvæmda. Minnist jeg
samstarfs þeirra sem hins ánægjulegasta í Búnaðarfjelaginu.
Með jarðræktarlögunum 1923 breyttist skipulag á stjóm Bún-
aðarfjelagsins. Guðjón varð þá formaður og hjelt því starfi til
1925. En gjaldkeri fjelagsins var hann frá 1923 til 1934 og fórst
honum það prýðilega úr hendi.
Guðjón átti sæti á hinu fyrsta Búnaðarþingi 1899, og síðar á
'þingunum 1908—1923. Hann var heiðursfjelagi Búnaðarfjelags
íslands.
Önnur trúnaðarstörf, sem Guðjón hefir gegnt eru mörg. Hann
var hreppstjóri Fellshrepps í 15 ár, en oddviti í 14, og sýslunefnd-
armaður í 2 ár. Hann var endurskoðandi Landsbankans um tíma
og gæslustjóri Söfnunarsjóðs.
Vjer höfum bent á nokkur æfistörf Guðjóns Guðlaugssonar. Um
hvert þeirra mætti segja margt og mikið. Vjer undmmst, þá vjer
lítum yfir þetta æfistarf, hve miklu er áorkað. Unglingur, sem eigi
er til menta settur, vart hefir komið inn fyrir skóladyr, getur orðið
einn af trúnaðarmönnum þjóðarinnar, kaupfjelagsstjóri, þingmað-
ur o. fl. o. fl. og rækt þessi störf öll með hinni mestu prýði. Þetta
má óefað að miklu þakka hinu mikla vilja- og starfsþreki sem Guð-
jón átti, hreinskilni hans og því að vilja hvergi vamm sitt vita,
en vinna ótrauður að því máli, sem hann áleit rjettmætt og heilla-
vænlegt. Ef hann mætti mótstöðu var hann hinn ótrauðasti, hver
sem í hlut átti, en ljet hinsvegar sannfærast af gildum rökum.
Með Guðjóni er til moldar gengin ein af hetjum þeim sem vjer
höfum átt í bændastjett, sem af sjálfsdáðum höfðu aflað.sjer mik-
illar þekkingar, verið sístarfandi, óeigingjam og gengið ötullega að
hverju verki, unnið traust meðbræðra sinna, enda vinfastur og
trúr hugsjónum sínum. Farsæld landsins byggist á því að vjer eig-
um marga slíka.
Sig. Sigurðsson.
30