Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 44
í túninu á barði sem þar er, norðan undir nyrztu klettaborg
Höfðans. Tótt þessa bæjar var enn mjög skýr og veggir lítt rofnir
þau ár, sem ég minnist þeirra (1906—11). Þama bjó Sigurður
ásamt fjölskyldu sinni í fjögur ár og þar fæddist sonur þeirra
hjóna, Stefán skáld frá Hvítadal (11/10 1887). Mér er ókunnugt
um hvenær farið hefur verið að kalla víkina Hólmavík, en ólíklegt
þykir mér að hún hafi svo heitið frá öndverðu, því að á fyrri öld-
um virðist skerið suður af Rifshausnum hafa verið kallað Klakkur.
Um aldamótin 1500 (E.t.v. 1490) varð þar banaslys, þegar bónda-
sonurinn frá Kálfanesi, Ami Sigurðsson að nafni, synti út í skerið
eftir æðareggjum, en stórselir komu aðvífandi og rifu hann á hol
á sundi, svo að hann komst aðeins með veikum burðum upp í
sandinn á Rifinu og dó þar. (Sbr. Safn t.s.ísl. IIL bls. 707). Eftii
þann atburð var nafn skersins lengt og kallað Ama-Klakkur.
Það heiti er svo við lýði í full 200 ár a.m.k., þar eð svo segir í
Jarðabók Á.M. og P.V. árið 1709: „Hólmi er fyrir landi, heitir
Ámaklakkur. Þar er lítið eggver og dúntekja varla að gagni.“
(Jb. VIII. bls. 392).
3.
í víðkunnu kvæði segir: „Ólík er túninu gatan og glerrúðan
skjánum, glymjandi strætisins frábmgðinn suðinu í ánum----------
—.“ Eins og glerrúðan er ólík skjáglugganum og hávaði borgar-
stræta ámiði, þannig er öll þjóðfélagsbygging nútímans gerbreytt
frá því sem var á fyrri tíð. Og óvíða munu breytingamar hafa
verið stórstígari en hér á landi. Ég veit að vísu ekki hvemig um-
horfs hefur verið í verzlunarbúðum einokunarkaupmanna eða sel-
stöðuverzlana 19. aldar ,enda er mér óljóst hvar helzt er upplýsinga
að leita í því efni. Það mun þó mega hafa fyrir satt, að þær hafi
verið allfrábmgðnar sérverzlunum og kjörbúðum vorra daga, bæði
um innréttingu og vömval. Ég hygg þó, að sölubúðir aldamótaár-
anna síðustu hafi í mörgu dregið dám af hinum fyrri búðum, bæði
hvað snerti söluvaming og fyrirkomulag innanstokks.
Það segir sig og sjálft, að hinir fomu verzlunarstaðir, sem þjón-
42