Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 49
drengir, kaupamenn og kaupakonur þurrabúðarfólk vestan frá
Djúpi.
Til þess að finna fullan stað þeim orðum, sem hér eru höfð um
mjög aukinn kaupmátt launa frá því sem var fyrir 60—70 árum
þarf vitanlega einhvem samanburð á vömverði þá og nú, auk
samanburðar á kaupgjaldi. Ég hefi þó hvorki haft tírna né tæki-
færi til að gera slíkum samanburði nein skil, að heitið geti. Sem
örlítið dæmi get ég nefnt þetta: I inngangi að bókinni „Gullkistan“,
ísaf., 1944, bls. 55—57, er skrá yfir verð nokkurra vömtegunda
hjá þremur verzlunum í Isafjarðarkaupstað um aldamótin 1900.
Hjá Kaupfélagi ísfirðinga hinu eldra árið 1895 er verð á hveiti
14—20 aurar hvert kg. Á molasykri kr. 0,50 hvert kg og á kaffi
(óbrenndu?) kr. 1,76 hvert kg. Hjá verzl. Edinborg ísaf. árið
1903 er verð á hveiti í sekkjum 18—22 aurar hvert kg, eftir gæð-
um. Á molasykri í hálfkössum kr. 0,46 hvert kg. Um verð á kaffi
hjá þeirri verzlun er ekki getið. Aftur á móti er verð á kaffi hjá
Ásgeirsverzlun árið 1880 kr. 1,20 kg. Um tímakaup ísfirzkra dag-
launamanna á þessu árabili er ekki getið í skrám þessum. Ég hygg
þó, að það hafi sízt verið hærra en hjá Hólmavíkurverzlununum
kringum árið 1910, heldur jafnvel eitthvað lægra. En hvað kosta
svo þassar sömu vömtegundir nú (í apr. 1973), í kjörbúðunum
hér í Reykjavík? Sjálfsagt er það eitthvað dálítið mismunandi
eftir búðum, gæðum og innkaupum, en yfirleitt mun vömverð á-
þekkt um alla borgina. Þar sem ég þekki til er verðlag fyrmefndra
vömtegunda þetta: Hveiti (í 5 lbs. pökkum) kr. 40,50 hvert
kg. Molasykur í kg pökkum, kr. 63,90 hvert kg. Kaffi, brennt
og malað (4 pk. í kg) kr. 296 hvert kg. Tímakaup daglauna-
manns frá 1. marz 1973, er samkvæmt 2. kauptaxta Dagsbrúnar
ásamt verðlagsuppbót kr. 129,10 og kr. 134,20 eftir tvö ár. Þótt
samanburður sá, sem hér er gerður á vömverði og kaupgjaldi
fyrr og nú, sé að vísu afar ófullkominn og nái aðeins til fárra vöm-
tegunda, veitir hann þó nokkra hugmynd um kaupmátt tímakaups
aldamóta-áranna síðustu, og á hinn bóginn vorra daga. Skal svo
ekki lengra út í þá sálma farið, þar eð það liggur nokkuð til
hliðar við aðalefni þessarar greinar.
47