Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 59
mikið að sér kveða í sveitarmálum, en mun þó hafa verið nokkuð
ákveðinn í afstöðu sinni til manna og málefna, sem varð orsök
þess, að þeir voru stundum á öndverðum meiði hann og Magnús
Magnússon hreppsstjóri á Hrófbergi. Flugu á milli þeirra kvið-
lingar, sem gáfu ótvírætt til kynna þann meiningamun.
Ekki var mikið félagslíf í sveitinni á fyrsta tug aldrarinnar. Það
má segja, að hver hýrðist í sínu homi og að ekki væri farið bæja
á milli nema brýnt erindi væri. Þó fóm menn jafnan til tíða-
söngs og kom þá fyrir að yngra fólkið fór að lokinni messugjörð
heim að Kirkjubóli og brá þar á leik í lítilli stofu. Man ég, að þar
var svo lágt undir loft, að þeir, sem náðu vaxtarmáli meira en í
meðallagi máttu gæta höfuðs síns fyrir loftbitunum.
Fimmtán ára gamall fór ég í verið vestur til ísafjarðar. Ragn-
heiður systir mín var komin þangað og hafði leigt sér herbergi.
Til hennar fór ég. Hún réði mig hjá Ama Jónssyni, kaupmanni,
þeim hinum sama, sem átti báta þá, sem kallaðir vom „Áma-
pungar“, skyldi ég vinna þar við saltfisk.
Eg var stór eftir aldri og þar sem ég þurfti ekki að 'leggja fram
neitt aldursvottorð, munu þeir hafa álitið mig eldri en ég var —
og mér því borgað 25 aura tímakaup eins og öðrum fullvinnandi
eða fullaldra mönnum. En svo komust einhverjir að hinu sanna
um aldur minn og þá átti að lækka kaupið ofan í átján aura.
Þessum málalokum vildi ég ekki una og strauk úr vistinni. Fór
ég þá út til Bolungavíkur og réði mig þar í skiprúm á fjögra
manna fari hjá manni þeim, er Eggert Pálsson hét. Ég var að
vísu hálfgerður óvaningur, en hafði þó verið eina vertáð með
Kristjáni heitnum Þórðarsyni á Osi. Hann reri þá frá Grímsey á
Steingrímsfirði. Ég kunni fremur vel vemnni í Bolungavík, en
brimlending var þar hættusöm, einkum fyrir stærri báta, sem
þungir voru í svifum. Ég man eftir einu atviki. Það mim hafa
verið á sumardaginn fyrsta. Þá fóra margir á sjó. Nokkrir bátar
voru þó í landi og lágu þeir við festar frammi á víkinni. Síðla
dags, um það leyti sem bátar þeir er rem fóm að leita lands,
hvessti og brimaði jafnframt. Tveir fyrstu bátamir náðu þó landi
en brotnuðu báðir nokkuð. Sá þriðji sökk, og héldum við, sem
57