Strandapósturinn - 01.06.1973, Qupperneq 68
orðin ekkja og er komin sem vinnukona að Blámýrum á Snæ-
fjallaströnd. Guðrún ræðst þá sem vinnukona að Múla í
Isafirði og frá Múla fer hún í Æðey.
Þau Guðrún og Guðmon felldu hugi saman og flutti Guð-
mon heitmey sína með sér norður á Strandir og réðust þau
sem vinnuhjú hjá Lofti ríka á Eyjum í Kaldrananeshreppi.
I September 1893 gifta sig tvenn hjón í Kaldrananeskirkju,
þau Guðrún og Guðmon, þá vinnuhjú hjá Lofti ríka á Eyj-
um og Guðjón Sigurðsson síðar bóndi í Sunndal og Ingi-
björg Þórólfsdóttir. Þá er Guðmon orðinn formaður á fjög-
urra manna fari er Loftur ríki átti og var það eigi svo lítil
upphefð fyir ungan mann, að reyndur og ráðsettur fjárafla-
maður skyldi trúa honum fyrir bát og útvegi, en Guðmon
reyndist strax bráðheppinn aflamaður, veðurglöggur og góð-
ur stjórnari, en það þóttu beztir kostir á formanni. Frá Eyj-
um fara þau Guðmon og Guðrún í húsmensku að Gautshamri.
Árið 1897 eru þau komin í húsmennsku að Kaldrananesi. Það
ár flytur að Kaldrananesi Ölafur Gunnlaugsson, er verið
hafði bóndi á Bassastöðum. Guðmon ræðst þá sem formaður
á bát sem ölafur átti og hét báturinn „Áfram“. Á Kald-
rananesi voru þau Guðmon og Guðrún í átta ár, en árið 1905
byrja þau búskap á Brúará í Kaldrananeshreppi og búa þar
í eitt ár, en flytja þá að Kolbeinsvík í Árneshreppi. Þá eru
öll börnin fædd, nema yngsta dóttirin Ingunn, sem er fædd
í Kolbeinsvík. Þá er Guðmon búinn að taka móður sína til
sín og var orðið allþungt heimili hjá honum fram að færa.
Þau Guðmon og Guðrún eignuðust 6 börn, Guðmundur
fæddur á Eyjum, dó 16 ára gamall úr barnaveiki. Árni fædd-
ur á Gautshamri. Árni kvæntistHöllu Júlíusdóttur og bjó um
tíma í Kolbeinsvík, og síðar á Hafnarhólmi, flutti til Skaga-
strandar og drukknaði af bát þaðan í nóv. 1948.
Anna, átti Árna Ingvarsson. Árni var sjómaður, þau reistu
sér hús í landi Hafnarhólms og höfðu smá grasnyt og nokkr-
ar skepnur, en fluttu svo til Akraness og hafa búið þar síðan.
Ingi, bjó í Kolbeinsvík frá 1923 til 1928, flutti þá að
Drangsnesi og reisti þar býlið Fiskines og stundaði jöfnum
66