Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 70
hann, gekk illa að fá efni til smíðarinnar og var það reytt
saman hér og þar. Síðar var nafni bátsins breytt og hann
nefndur „Farsæll“ og bendir margt til þess, að aflasæld
Guðmons hafi átt aðalþátt í nafnbreytingunni.
Eftir að Guðmon flutti að Kolbeinsvík, stundaði hann alltaf
sjósókn með búskapnum og varð það oft drjúgt í búi. Guð-
mon og Guðrún bjuggu í Kolbeinsvík til ársins 1922, þá
hættu þau búskap og voru fyrst hjá Inga syni sínum í Kol-
beinsvík og fluttu með honum að Fiskinesi við Steingríms-
fjörð.
Eftir að Guðmon flutti á Fiskines, fékk hann sér lítinn
árabát og réri einn á honum um margra ára skeið og fiskaði
oftast vel og það svo vel, að fáir eða engir höfðu hásetahluti
til jafns við það, er hann fékk á sinn litla bát.
Guðmon var meðalmaður á vöxt, glaðvær og skemmtilegur,
hann var þekktur af meinlegum tilsvörum og var þá sama
hverjir í hlut áttu.
Guðmon var ágætur söngmaður og hefur það gengið í arf
til barna hans og barnabarna. Hann var forsöngvari í Kald-
rananeskirkju meðan hann var á Kaldrananesi og forsöngv-
ari í Árneskirkju hjá séra Böðvari Eyjólfssyni eftir að hann
flutti að Kolbeinsvík. I kaup fékk hann fyrir ferðina, frá
Kolbeinsvík í Árnes, tvær krónur í hvert sinn.
öldruð kona af Snæfjallaströnd sagði frá því, að eitt sinn
voru við kirkju í Unaðsdal Guðmon, Guðmundur Torfason
frá Drangsnesi og fleiri Steingrímsfirðingar, er sungu við
messugerðina og var lengi í minnum kirkjugesta hvað kirkju-
söngurinn var þróttmikill og fallegur í það sinn.
Síðustu árin voru þau Guðmon og Guðrún í skjóli önnu
dóttur sinnar og Árna tengdasonar síns á Hafnarhólmi og
þar dó Guðmon 4. júní 1946, en Guðrún kona hans dó 5.
september sama ár 79 ára að aldri.
Guðrún kona Guðmons var myndarleg kona og ávann sér
hlýhug og vináttu allra er kynntust henni. Þegar hún var á
Kaldrananesi bjó þar Ingibjörg Einarsdóttir frænka Guð-
68