Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 77
en þar heldur félagið oftast skemmtanir sínar. Var hús-
fyllir, eins og oftast á fyrstu skemmtun hvers starfsárs.
Og þótti takast vel.
Jólatrésskemmtun var haldin fyrir börnin milli jóla og
nýárs á sama stað og var hún með venjulegu sniði, og
skemmtu börn og fullorðnir sér hið bezta.
Eftir áramót eða nánar í febrúar var haldið spilakvöld í
Tjarnarbúð og dansað fram eftir nóttu af miklu fjöri.
Árshátíðin var haldin 20. marz að Hótel Borg, og komust
því miður ekki allir að sem óskuðu. Þar var mikið til skemmt-
unar svo sem ræða, gamanmál, söngur og dans fyrir, utan
að neytt var Ijúffengra rétta á milli.
Og að lokum var vorfagnaður í Domus Medica með ágætri
þátttöku.
Samsæti fyrir eldri Strandamenn var haldið í maímánuði.
Þá hittust ungir og eldri Strandamenn og druk'ku kaffi,
sem Strandakonur báru fram og sáu um, og var fólkinu einnig
skemmt með myndasýningu o. fl.
I byrjun júlí var haldið af stað í ferðalag og var farið
norður Kjöl. Um 60 manns tóku þátt í ferðinni sem var í alla
staði vel heppnuð.
Starfsárið 1971—1972
Hófst með skemmtikvöldi í nóvember og síðan var jóla-
trésskemmtun milli jóla og nýárs. Tókust þessar skemmtanir
báðar hið bezta. En venjuleg tala á þessum skemmtunum er
frá 140—180 manns.
Nýbreytni í starfi félagsins var þorrablót, sem haldið var
í Domus Medica í janúar. Voru það Strandakonur innan fé-
lagsins, sem sáu að öllu leyti um þessa skemmtun, þ.e.a.s. þær
framreiddu matinn sem var þorramatur. Þessi skemmtun
þótti takast sérlega vel. Vakti það athygli, að allir miðar
seldust upp á 10 mínútum eða um 200 miðar, þannig að ekki
komust nærri allir að, sem höfðu hug á, og þótti okkur það
leitt, en stærra var húsið ekki. Og því fór sem fór.
Árshátíð var síðan haldin í marz að Hótel Borg, sem var
75