Strandapósturinn - 01.06.1973, Qupperneq 92
(Brot úr endurminningum Þuríðar Guðmundsdóttur, frá Bæ,
Selströnd, Strandasýslu.)
Skarað í glæður
Það mun vera svo, þegar aldur færist yfir oss, mannfólkið, að á
einverustundum leitar fram í hugann það, sem löngu er liðið, jafn-
vel frá bernskudögum. Eg hef rifjað upp nokkrar minningar, um
hjón, er bjuggu í Bæ á Selströnd, frá 1886 til 1914. Þau eru
Guðbjörg Torfadóttir, alþingismanns frá Kleifum, og Eymundur
Guðbrandsson frá Syðri-Brekkum á Langanesi. Hann kemur það-
an ásamt systur sinni, Svanborgu, og vistast þau hjá Torfa alþing-
ismanni, að Kleifum. Þau giftast bæði mjög fljótlega. Hún Þor-
steini Guðbrandssyni, er þá bjó á Bjamamesi, en síðar á Kaldrana-
nesi, kirkjuhaldara þar, og velmetnum sómamanni. Svanborg mun
í engu hafa gert hlut hans minni. Hún var stjómsöm og mikil bú-
kona, og auk þess stórglæsileg kona. Eymundur giftist Guðbjörgu,
dóttur Torfa á Kleifum. Hún var áður gift séra Guðmundi í Gufu-
dal, en þau slitu samvistum. Þau hjón búa á hálfum Bæ, þegar
ég man fyrst eftir mér. Síðar var ég þar við nám, tveggja mánaða
tíma. Þá var þar farkennari, Jón Strandféld. Þá var ég tólf ára.
Það er einkanlega tvennt, er ég minnist frá vem minni þar. Það
var hvað Guðbjörg tók okkur börnunum vel. Við vomm tíðir gestir
í svefnhúsi þeirra hjóna. Þar las hún fyrir okkur sögur. Sátum við
þá á gólfinu, og svo var hljótt, að minnsta hreyfing hefði verið
hávaði. Það var ekki hægt annað en hlusta, þegar Guðbjörg las.
Þar fór allt saman, kliðmýkt raddar, réttar áherzlur og fallegur
framburður. Það var eins og hún segði söguna, en læsi ekki. Hún
var greind, sjálfmenntuð kona, og las mikið. Hún var vel heppnuð
ljósmóðir, en ekki að sama skapi mikil búkona. Þegar ég man
fyrst eftir, höfðu þau afbragðs ráðskonu, Guðrúnu að nafni, og
90