Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 108
byrja með. Þau snerust mest um það, að gefa fólkinu kost á að
koma saman og stofna til gleðifunda. Athvarf fékk félagið í
Skátaheimilinu við Snorrabraut, var þar oft glatt á hjalla og
þröngt setinn bekkur. Jafnt ungir sem gamlir lögðu þangað leið
sína og hygg ég, að öllum hafi fundist þeir eiga erindi nokkurt.
Þannig leið tíminn. Fyrstu sex árin var Þorsteinn Matthíasson
formaður, en þá tók við Skeggi Samúelsson og gegndi starfinu í
tvö ár. Eftir hann kom svo Sigurbjöm Guðjónsson, trésmiða-
meistari, og þegar hann lét af starfi Ingi Karl Jóhannesson. En
nú um nokkur ár hefur Haraldur Guðmundsson frá Kollsá verið
formaður.
Árið 1967 hóf félagið útgáfu ársrits, sem það nefndi Stranda-
póstinn og hefur það komið út sem næst reglulega síðan. Ekki var
vel spáð fyrir þessari starfsemi í fyrstu en fljótlega kom í ljós, að
margir Strandamenn, bæði heima og heiman, tóku þessu vel, og
er nú fullvíst, að útgáfan getur fullkomlega staðist, ef vel er á
haldið.
Eins og fyrr er sagt, var athvarf félagsins fyrstu árin í Skáta-
heimilinu, en síðar vom árshátíðir haldnar upp í Hlégarði í Mos-
fellssveit um nokkur ár. Þar var oft þröng á þingi, en allri gleði
stillt við hóf, og má segja, að það gildi fyrir allar skemmtanir,
sem haldnar hafa verið á vegum átthagafélagsins fram til þessa
tíma. Nú síðustu árin hafa félagsfundir og skemmtikvöld verið
í Domus Medica, en árshátíðin á Hótel Borg.
Eitt merkasta atriði í starfssögu átthagafélagsins á síðari ámm
er það, að veturinn 1958 var stofnaður blandaður kór -— Átt-
hagakór — undir stjóm Jóns Péturs Jónssonar frá Drangsnesi.
Hinn aldni sönghyggjumaður steig þama stórt og þýðingarmikið
skref í starfsemi félagsins, enda sýnt sig að hafa verið vinsæll og
vel metinn þáttur, hvort sem hann er notaður sem ívaf eða uppi-
staða í skemmtanalífinu.
Jón hefur nú látið af stjóm kórsins og við tekið Magnús Jóns-
son frá Kollafjarðamesi.
Fyi’ir nokkrum ámm var Byggðasafn Húnvetninga og Stranda-
manna opnað að Reykjum í Hrútafirði. Meðan unnið var að
106