Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 118
kennileiti sjáanleg, vörður á kafi í snjó og hríðarmugga og nátt-
myrkur byrgðu sýn til næstu hnjúka og hæða, ófærðin var svo
mikil, að hvergi var grynnra en í hné og oft í mitt læri, svo ferðin
gekk seint. Fór nú svo, að við vissum ekki svo öruggt væri hvar
við vorum stödd á fjallinu, vissum bara að við héldum í norður-
átt. Alltaf var sama hríðarmuggan og mátti heita að ekki sæi
faðmslengd frá sér, en Guð gaf að ekki hvessti, því þá hefði orðið
iðulaus stórhríð og öllum ófarr. Þegar klukkan var nálægt því 5
mn morguninn, var ég að gefast upp og hafði orð á því við Einar,
en hann svaraði að nú væri farið að halla norður af, niður í Bjam-
arfjörð, en hvar við kæmum niður værí ekki hægt að segja með
vissu. Eftir að við höfðum kafað ófærðina nokkra stund, þóttist
ég sjá Ijós langt út í sortanum framundan okkur og bað Einar
að stefna á ljósið, en þar sem ljósið hvarf í sortann annað veifið,
en*á báðar hliðar við okkur vom klettar og hjallar, þá þurfti að
gæta ýtrustu varfæmi, að lenda ekki fram af einhverri hjallabrún-
inni. Einari gekk því illa að koma auga á ljósið, þar sem hafa
varð gætur á hverju fótmáli okkar. Hríðarmuggan hélzt óbreytt
og við hjökkuðum svona áfram niður hjallana. Við fómm nú að
sjá ljósið af og til og reyndist það vera á bænum Hvammi í Bjam-
arfirði. Er við komum þangað, var þar (yrir maður sá er átti að
fylgja mér síðari hluta leiðarinnar og þess vegna vissi húsmóðirin
í Hvammi, sem þá var Ragnheiður Benjamínsdóttir, að við Einar
vomm á leið yfir fjallið og setti ljós í glugga er snéri að fjallinu og
var það ljósinu að þakka að við komum rétta leið að bænum.
Blessuð Ragnheiður var með heitt kaffi, að hressa okkur á.
Ekki man ég hvort ég settist, en stutt var staðið við, klukkan var
á sjötta tímanum og við fómm strax af stað afur. Einar á fjallið,
en ég og fylgdarmaðurinn norður, en nú kom annað óþægilegt
fyrir mig, blessað heita kaffið hennar Ragnheiðar minnar losaði um
mjólkina í brjóstunum, enda langt síðan þau höfðu verið losuð
og nú flæddi mjólkin út undir hendur og fannst mér þetta mjög
ónotalegt.
Áfram var haldið, sama ófærðin hélzt niður Bjamarfjörð og
út með firðinum, þegar við komum út þar sem heitir Háakleif, var
ég að hugsa um að kasta mér niður og sofna, ég var orðin svo
116