Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 28
í maí, þá Guðmundur Arngrímsson á Eyri og því næst Friðrik
Söebeck, beykir í Reykjarfirði.Þarna voru horfnir af sjónarsvið-
inu sóknarpresturinn og þrír bændur, auk margra annara,
ungra og gamalla. Tvær konur, Hallfríður sem fyrr um getur
og Guðlaug Jónsdóttir á Munaðarnesi. Það var því víða skarð
fyrir skildi og erflðleikar framundan, sem þó greiddist úr
vonum fremur. Oft var jarðað tvennt í einu þetta vor og
sumar.
Eftir að Magnús Pétursson læknir gjörðist alþingismaður
Strandamanna, gengdu ýmsir læknar störfum fyrir hann,
meðan hann sat á alþingi. Voru það allt hinir bestu menn, en
á einn þeirra vil ég minnast sérstaklega, og er það Kristmund-
ur Guðjónsson, sem síðar varð læknir í Árneshreppi og sat á
Kúvíkum. Átti hann því eftir að verða hreppsbúum að góðu
kunnur, bæði sem læknir og sem einn þeirra skemmtilegustu
gesta, sem að garði bar. Kristmundur lést á besta aldri og var
að honum mikil eftirsjá.
Þá vil ég segja frá þeim mönnum, sem oftast voru fylgdar-
menn læknanna í heiðaferðum á þessu tímabili, en þeir voru
Guðmundur Guðmundsson yngri í Bæ, Guðmundur Árnason
síðar bóndi í Naustvík, Sæmundur Guðmundsson frá Byrgis-
vík, Kristmundur Guðmundsson (faðir Steins Steinarr), sem
um skeið átti heima í Árneshreppi, Jóhann Hjálmarsson á
Gjögri og síðast en ekki sístur Jón Samsonarson, sem var
fóthvatur og duglegur ferðamaður og fús til að fara læknisferð-
ir er með þurfti. Eg nefni ekki hér, er Samson Jónsson lá úti á
Trékyllisheiði í desember 1908. Frá því er sagt í „Hrakningar
og Heiðavegir,“ 4. bindi. Sömuleiðis er Þórarinn Söebeck fór
við tíunda mann með móður sína Karólínu Söebeck fársjúka
yfir heiði frostaveturinn 1918 í skammdeginu og lá úti á
brúninni fyrir ofan Bólstað.
Þó að svona útilegur ættu sér ekki oft stað svo vitað sé um,
þá komust þó margir í hann krappann og skildi oft lítið á milli
feigs og ófeigs. Sæmundur Guðmundsson, sem fyrr um getur,
lá eitt sinn úti á brúninni á Svartagili. Það var veturinn 1915.
Var það rakkanum Trygg, sem með honum var, að þakka að
hann fór ekki fram af gilbarminum, en eins og þeir vita, sem
26