Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 46
Rætt um tillögu ráðunauts Búnaðarfélags Islands um
breytingar á samþykkt fyrir fóðurbirgðafélag hreppsins. Útaf
þeim umræðum kom fram eftirfarandi tillaga frá Gunnari
Þórðarsyni.
„Fundurinn sér að svo komnu ekki gerlegt að ganga að
samþykkt þeirri, er sá ráðunautur Búnaðarfélags íslands, sem
málið heyrir undir, leggur til að gildi fyrir fóðurbirgðafélag-
ið. En felur fóðurbirgðafélagsstjórninni að endurskoða reglur
fyrir fóðurbirgðasjóð hreppsins, en til hans skal renna andvirði
kornforðabúrsmjölsins. Skal reglugerðin síðan lögð fyrir næsta
sýslufund.“
Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Endalok þessa máls urðu þau að ekki náðist samkomulag
um samþykkt fyrir fóðurbirgðafélagið milli stjórnar sjóðsins og
Búnaðarfélags Islands og tók fóðurbirgðafélagið aldrei til
starfa. Miklar breytingar urðu í búskaparháttum á þessum
árum, er verkuðu þannig að áhugi á málinu dofnaði.
Ég læt hér með sögu forðabúrsins lokið. Fóðurbirgðasjóður-
inn er enn til og er hann í vörzlu Sparisjóðs Hrútfirðinga og er
orðinn allmikill að vöxtum! Um útlán úr sjóðnum er mér ekki
kunnugt á seinni árum, en ég veit ekki annað en hann starfi í
aðalatriðum eftir reglum þeim, sem í upphafi voru settar,
þegar hann var myndaður.
Við gamlir Bæhreppingar kunnum okkar löngu föllnu
forustumönnum miklar þakkir fyrir þetta lofsverða framtak,
sem að hér er greint frá. Þeir eru sjálfsagt fleiri en hér eru
nefndir, sem þar hafa komið við sögu. En hæst ber hinn
mikilhæfa mann Benóný Jónasson í Laxárdal, er var oddviti
hreppsins á þessu tímabili. Á honum hefur fyrst og fremst
hvílt framkvæmd og ábyrgð. Ég hygg að það hafi yljað
mörgum að vita af þessum varaforða, einkum er líða tók á
vetur og heystabbinn fór óðum minnkandi en Vetur konungur
þó enn í fullu veldi.
Það hefur löngum verið íslenzkri bændastétt metnaðarmál,
að fara vel með bústofn sinn, hvað snertir fóðrun og allan
aðbúnað. Búpeningurinn er í mörgum tilfellum vinir og
félagar bóndans, sem hann ber ábyrgð á og telur sér skylt að
44