Strandapósturinn - 01.06.1974, Qupperneq 64
er þar áttu leið um. Á tímabili átti Anna bát, „skektu“, sem
svo er kallað. Á henni réri hún til fiskjar, og þá aðallega með
handfæri. Með lóðir réri hún lítið en þó mun það hafa komið
fyrir. Fékk hún þá einhvern ungling með sér. Fisk var þá oft að
fá á innanverðum Steingrímsfirði, en hann hvarf af þeim
slóðum með stækkun fiskiskipaflotans og meiri tækni í gerð
veiðarfæra. Þetta varð Onnu því enginn auður í búi, en mun
þó með öðru hafa stuðlað að því að hún gat byggt sér
íbúðarhúsið. Anna vann lengst af hjá verzlun R.P. Riis og þá
einkum á meðan hann (Riis) átti verzlunina og Jón Finnsson
var þar verzlunarstjóri. Eftir að verzlunin var seld og nýjir
menn tóku þar við, vann hún þar minna. Enda var þá
vinnutilhögun og vinnuþörf all mikið breytt frá því sem áður
var. Af þeim ástæðum var minna um hina almennu vinnu sem
áður var aðaluppistaðan í störfum fólksins. En allt um það,
Anna vann meira og minna hjá þessari verslun eða þá
forstjórum hennar, uns hún var seld Kaupfélaginu og lögð
niður sem sjálfstæð verslun.
Það eru nú liðin nær 70 ár frá því er ég man Önnu fyrst.
Öll mín kynni af henni voru aðeins á einn veg. Flún var
mannkostakona, sem í engu vildi rangt gera. Hún var
hjartahlý, trygglynd og hjálpsöm,áreiðanlegaoft umfram getu.
Mér finnst nú, því lengra sem líður, að hún hafi hugsað meira
um aðra en sjálfa sig. Hennar gleði og nautn var að greiða
fyrir öðrum og þá einkum þeim er lítils máttu sín í lífsbarátt-
unni. Hún var ein af fáum sem hugsaði lítið um að „alheimta
daglaun að kveldi“. Peninga lét hún sig litlu varða, aðeins að
hún ætti til næsta máls. Hún hélt lífsgleði sinni að mestu
æfina út, en þó voru henni nokkur síðustu árin erfið. Þá varð
hún að dvelja á sjúkrahúsi og þannig mun fara fyrir okkur
flestum, sem náum svo háum aldri.
Anna var rúmlega i meðallagi há, beinvaxin og grannholda
alla æfi. Hún var neyslugrönn bæði hvað fæði og fatnað snerti
og allur óþarfi var henni hégómi. Sem af framanrituðu má
ráða, þá safnaði Anna ekki veraldlegum auði um ævina. Það
var ekki hægt hjá vinnandi fólki á þeim tíma. Ég er líka
fullviss um það, að þó svo hefði verið, hefði hún látið aðra
62