Strandapósturinn - 01.06.1974, Blaðsíða 75
huga allra og ljómaði í augum fólksins, en gamanyrði ílugu
milli manna.
Fararstjórinn leit athugulum augum yfir hópinn, og er hann
hafði fullvissað sig um að allir væru mættir og komnir í sæti,
gaf hann merki til brottfarar, en þá var klukkan 2 á gömlu og
góðu sveitamáli, en 14 á sjónvarps- og símamáli. Var nú
haldið sem leið liggur út úr borginni við sundin bláu. Guðrún
okkar Haraldsdóttir gekk um bílinn með sitt bjarta bros á
vörum og leit eftir að vel færi um farþegana, því næst bað hún
fólkið að taka lagið og var því vel tekið. Hófst nú söngur í
bílnum, og var það Átthagafélagskórinn, sem skemmti ferða-
fólkinu með sínum léttu og skemmtilegu lögum, og tóku flestir
undir með honum. Fátt er skemmtilegra á ferðalagi en
fallegur söngur, og fengu farþegar að njóta þess ríkulega báðar
leiðir.
Þegar komið var upp á Kjalarnes, kallaði fararstjórinn til
Jóhannesar frá Asparvík, sem sat í aftasta sæti og sagði, að sér
hefði borist vísa frá konu í bílnum, og væri vísan tileinkuð
Jóhannesi. Skyldi nú téður Jóhannes koma fram í bílinn að
hljóðnemanum, hlýða á vísuna og láta ekki standa á svari.
Ekki leist Jóhannesi á blikuna, en brölti þó fram að hljóðnema
og hlýddi á vísuna, sem var lesin hátt og snjallt af Óskari
Jónatanssyni. Vísan er svona.
Hagyrðingar finnast fáir
í fullum bíl af strandalýð.
Andans gróðri eitthvað háir
enda mikil þurrka tíð.
Höfundur þessarar ágætu vísu reyndist vera Elenborg
Magnúsdóttir. Jóhannes tók hljóðnemann og kvaðst ekki sjá
að vísan væri sérstaklega tileinkuð sér, en sagði þvínæst.
Hér eru margir kappar knáir
er kunna óðar tökin þýð.
Andans gróðri ekki háir
þó okkur vermi sólin blíð.
73