Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 75

Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 75
huga allra og ljómaði í augum fólksins, en gamanyrði ílugu milli manna. Fararstjórinn leit athugulum augum yfir hópinn, og er hann hafði fullvissað sig um að allir væru mættir og komnir í sæti, gaf hann merki til brottfarar, en þá var klukkan 2 á gömlu og góðu sveitamáli, en 14 á sjónvarps- og símamáli. Var nú haldið sem leið liggur út úr borginni við sundin bláu. Guðrún okkar Haraldsdóttir gekk um bílinn með sitt bjarta bros á vörum og leit eftir að vel færi um farþegana, því næst bað hún fólkið að taka lagið og var því vel tekið. Hófst nú söngur í bílnum, og var það Átthagafélagskórinn, sem skemmti ferða- fólkinu með sínum léttu og skemmtilegu lögum, og tóku flestir undir með honum. Fátt er skemmtilegra á ferðalagi en fallegur söngur, og fengu farþegar að njóta þess ríkulega báðar leiðir. Þegar komið var upp á Kjalarnes, kallaði fararstjórinn til Jóhannesar frá Asparvík, sem sat í aftasta sæti og sagði, að sér hefði borist vísa frá konu í bílnum, og væri vísan tileinkuð Jóhannesi. Skyldi nú téður Jóhannes koma fram í bílinn að hljóðnemanum, hlýða á vísuna og láta ekki standa á svari. Ekki leist Jóhannesi á blikuna, en brölti þó fram að hljóðnema og hlýddi á vísuna, sem var lesin hátt og snjallt af Óskari Jónatanssyni. Vísan er svona. Hagyrðingar finnast fáir í fullum bíl af strandalýð. Andans gróðri eitthvað háir enda mikil þurrka tíð. Höfundur þessarar ágætu vísu reyndist vera Elenborg Magnúsdóttir. Jóhannes tók hljóðnemann og kvaðst ekki sjá að vísan væri sérstaklega tileinkuð sér, en sagði þvínæst. Hér eru margir kappar knáir er kunna óðar tökin þýð. Andans gróðri ekki háir þó okkur vermi sólin blíð. 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.