Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 99

Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 99
Svo var það á einu sumri, að svo miklir þurrkar gengu, að Bæjará þraut, og Imba gat hvergi fundið vatn til þess að þvo skyrsíuna. Bregður hún þá á það ráð, að ganga upp á Sviðu og þvo síuna í tjörninni, en svo slysalega tókst til, að hún steyptist í tjörnina og drukknaði. Síðan hefur tjörn þessi verið við hana kennd og kölluð Imbutjörn. Samkvæmt hinni sögunni átti Imba ekki heima í Bæ, heldur í Bakkadalnum. Þá gerðist það á einu hausti síðla, að hún fer yfir Sviðu að Bæ, til þess að sækja þangað kálf og rokk. Það var tekið að dimma, þegar hún heldur af stað með rokkinn á bakinu og kálfinn í eftirdragi. Á leiðinni yfir Sviðuna skellur á hana norðan stórhríð. Aldrei kom Imba fram og enginn vissi hvað orðið hafi af kálfinum og rokknum. Hins vegar þóttust menn vita, eða gerðu ráð fyrir, að Imba hefði lent með rokkinn í tjörninni, en kálfurinn hefði hafnað í Sviðuvatninu. Eftir hvarf þeirra Imbu og kálfsins, þótti mönnum svo við bregða, að eitthvað óhreint væri á sveimi um Sviðuna og villugjarnt þótti þar með afbrigðum. Hliðruðu flestir sér við að fara yfir Sviðu, þegar dimma tók og ekki síður, þegar veður þóttu ótryggilegt, þó um bjartan dag væri. Margir höfðu heyrt Imbu þeyta rokk sinn í nánd við tjörnina ag kálfinn baula ámátlega í Sviðuvatninu. Imba virðist ekki hafa farið langt frá tjörn sinni, en kálfurinn ílakkaði um Bakkadalinn og gerði sig svo heimakominn, að bóndi sem bjó í Jónsseli á síðari hluta nítjándu aldar, fullyrti, að hann hefði séð för eftir hann ofan á skyrtunnu í búrinu. Svo var það snemma á einmánuði nokkru eftir 1880, að bóndi þessi kom úr kaupstað frá Borðeyri. Þegar hann kom að Bæ, var tekið að rökkva og veðrið var ekki sem tryggilegast, gekk á með útsynningséljum, en rofaði á milli. Honum var boðið að vera í Bæ og lagt fast að honum, því fólkið vissi sem var, að hann fór ógjarnan yfir Sviðu eftir að dimma tók. En í þetta sinn var hann ófáanlegur til að gista, en lagði upp yfir Sviðu og hafði trússahest í taumi. Ekki kom bóndi heim að Jónsseli um kvöldið og hugði 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.