Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 109

Strandapósturinn - 01.06.1974, Page 109
skipti setzt á þetta rúm i rökkrinu, eða látið ljós út í þennan glugga. Þetta þótti nokkuð merkilegt. Ef börnin hefðu ekki séð ljósið, þá veit ég ekki hvað hefði orðið um þau, líklega hefðu þau dáið úr kulda. Leiðin sem börnin fóru af hálsinum og niður að Neðri-Bakka mun vera um hálftíma gangur. Dreng- urinn var átta ára og stúlkan ellefu ára, er þessi atburður skeði. Þessi atburður var mikil reynsla fyrir okkur hjónin. Bjarni hélt að börnin hefði hrakið fram til fjalla, fram í afdal er Kúludalur heitir, þá hefði verið úti um þau. Þetta er mesta lífsreynsla, sem ég hef orðið fyrir, því það var mikil spenna allan tímann. Ég held að ég hafi aldrei komist nær því að biðja réttilega til guðs en þá. Ég hef alltaf lifað í þeirri barnatrú, sem mér var kennd, við móður kné. Ég veit ekki hvort fólk er trúminna nú en áður, en það er fleira nú orðið, sem dreifir huganum frá trúnni. Fólk virðist ekki hafa eins mikla þörf fyrir að trúa og í gamla daga. Það hefur alltaf verið þannig, að þegar fólk hefur þurft á hjálp að halda, eins og ég í þetta sinn í Lágadal, þá er leitað til guðs. Ég held að það sé ákaflega mikils virði fyrir fólk að trúa. BÚFERLAFLUTNINGAR Þegar við hjónin fluttum frá Lágadal að Þorpum, við Steingrímsfjörð komu þrír strandamenn vestur okkur til aðstoðar við flutninginn. Það voru tengdafaðir minn Bjarni Bjarnason frá Kirkjubóli í Staðardal. Það var yndislegt veður þegar þeir komu vestur, þeir voru hjá okkur einn dag við að undirbúa flutninginn. Um nóttina breyttist veður til hins verra, með rigningu, svo árnar tóku að vaxa og voru þær orðnar vatnsmiklar þegar við lögðum af stað. Fólk og farangur allur, var flutt á hestum. Þegar við fórum yfir ána i Lágadal flaut baggi af einum hestinum, þá leist mér ekki á blikuna. Drengirnir okkar tveir, voru fluttir þannig, að annar var í kistu en hinn í rúmi, sem hann svaf alltaf í. Kistan og rúmið voru bundin sitt í hvern bagga og sett á þægan og valinn hest. Við áttum eitt barn yngra, sem maðurinn minn reiddi. Þegar 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.