Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 122

Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 122
Nægilega mikið lýsi var sett í tólgina til þess að bræðingurinn yrði mjúkur, svo gott væri að smyrja honum á brauð. Selspik var mikið notað sem viðbit. Það var brætt og lýsið notað í bræðing og sem ljósmeti á lýsislampa. Einnig var selspik saitað niður í ílát og borðað soðið sem viðbit með harðfiski og brauðamat. Þegar selspik var saltað, var skorin kringla úr spikkápunni, sem fyllti vel út í ílátið og lokaði alveg út við rendurnar, þá bungaði miðjan á kringlunni. Trélok, sem fyllti næstum út í tunnuna, var sett á og ofan á það létt farg. Þá þrýstist spikkringlan niður og í þeim stellingum varð spikið þykkra er það þrýstist saman. Að lokum var settur pækill á ílátið og gat þá spikið ekki þránað þar sem ekkert loft komst að því. Gott selspik varð grænleitt á lit er það var soðið. Lýsi var geymt í selsmaga. Þegar selur veiddist var tekinn úr honum maginn og þveginn vel, því næst var tappi með gati settur í vélindaopið og bundið vel að, einnig var bundið vel fyrir neðra op magans og bandið haft það langt að hinn endinn var bundinn í tappann í vélindaopinu og maginn látinn hanga á bandinu. Þá var maginn blásinn út og aflöngum trétappa stungið í gatið í tappanum í vélindaopinu, og þannig var maginn hertur. Þegar lýsi var látið á magann, var lítil trekt (lýsistrekt) sett í tappagatið og maginn fylltur. Þegar fiskur var slægður, var öll lifur hirt. Var sumt tekið til bræðslu strax og var þá valið það besta úr lifrinni. Fyrsta rennsli við bræðslu var notað sem meðalalýsi og í bræðing, þá var hert á hitanum og það lýsi er eftir var í lifrinni notað á lýsislampa til ljósa. Urgangurinn, sem kallaður var grútur, var látinn í ílát og hafður til skepnufóðurs með illa verkuðu heyi. Það af lifrinni, sem ekki var brætt strax, var látið í ílát og sjálfrunna lýsið notað til ljósa, en afgangurinn sem skepnufóð- ur. Oft voru notuð ílát sem kölluð voru kaggar. Þessir kaggar voru jafnvíðir upp úr og í upphafi undan tjöru (tjörukaggar), en sömu ílátin voru notuð árum saman. Þessi ílát voru oft ókræsileg á að líta, en ekki kom það í veg fyrir þann vana, sem margir iðkuðu, en það var að fá sér sopa af sjálfrunnu lýsi á fastandi maga. Venjulega var höfð öðuskel hjá ílátinu og 120
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.