Strandapósturinn - 01.06.1974, Side 122
Nægilega mikið lýsi var sett í tólgina til þess að bræðingurinn
yrði mjúkur, svo gott væri að smyrja honum á brauð.
Selspik var mikið notað sem viðbit. Það var brætt og lýsið
notað í bræðing og sem ljósmeti á lýsislampa. Einnig var
selspik saitað niður í ílát og borðað soðið sem viðbit með
harðfiski og brauðamat. Þegar selspik var saltað, var skorin
kringla úr spikkápunni, sem fyllti vel út í ílátið og lokaði alveg
út við rendurnar, þá bungaði miðjan á kringlunni. Trélok,
sem fyllti næstum út í tunnuna, var sett á og ofan á það létt
farg. Þá þrýstist spikkringlan niður og í þeim stellingum varð
spikið þykkra er það þrýstist saman. Að lokum var settur
pækill á ílátið og gat þá spikið ekki þránað þar sem ekkert loft
komst að því. Gott selspik varð grænleitt á lit er það var soðið.
Lýsi var geymt í selsmaga. Þegar selur veiddist var tekinn
úr honum maginn og þveginn vel, því næst var tappi með gati
settur í vélindaopið og bundið vel að, einnig var bundið vel
fyrir neðra op magans og bandið haft það langt að hinn
endinn var bundinn í tappann í vélindaopinu og maginn
látinn hanga á bandinu. Þá var maginn blásinn út og
aflöngum trétappa stungið í gatið í tappanum í vélindaopinu,
og þannig var maginn hertur. Þegar lýsi var látið á magann,
var lítil trekt (lýsistrekt) sett í tappagatið og maginn fylltur.
Þegar fiskur var slægður, var öll lifur hirt. Var sumt tekið til
bræðslu strax og var þá valið það besta úr lifrinni. Fyrsta
rennsli við bræðslu var notað sem meðalalýsi og í bræðing, þá
var hert á hitanum og það lýsi er eftir var í lifrinni notað á
lýsislampa til ljósa. Urgangurinn, sem kallaður var grútur, var
látinn í ílát og hafður til skepnufóðurs með illa verkuðu heyi.
Það af lifrinni, sem ekki var brætt strax, var látið í ílát og
sjálfrunna lýsið notað til ljósa, en afgangurinn sem skepnufóð-
ur.
Oft voru notuð ílát sem kölluð voru kaggar. Þessir kaggar
voru jafnvíðir upp úr og í upphafi undan tjöru (tjörukaggar),
en sömu ílátin voru notuð árum saman. Þessi ílát voru oft
ókræsileg á að líta, en ekki kom það í veg fyrir þann vana, sem
margir iðkuðu, en það var að fá sér sopa af sjálfrunnu lýsi á
fastandi maga. Venjulega var höfð öðuskel hjá ílátinu og
120