Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 25

Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 25
fleiri góðviðrisstundirnar, og þegar logn var og sól skein í heiði var lífið dásamlegt í faðmi fjalla og dala. Þær stundir urðu mörgum smalanum ógleymanlegar. Klukkan níu að kvöldi átti smalinn að vera kominn með ærnar í kvíar, ekki fyrr og ekki síðar, það var föst regla. Meðan ærnar voru mjólkaðar fór hann til bæjar og borðaði kvöldmat, en var svo tilbúinn á kvíaveggnum til að taka ærnar að loknum mjöltum og halda þeim til beitar fram til miðnættis, en þá lét hann þær í nátthagann og má nærri geta að 10 ára smali hefur verið orðinn hvíldar þurfi að dagsverki loknu. Sumstaðar var venja að einhver heimilismanna, eldri ung- lingur eða vinnukona voru látin taka ærnar úr kvíunum á kvöldin, sitja yfir þeim og setja þær í nátthagann. Þetta mun sérstaklega hafa verið gert ef smalinn var barn húsbændanna, væri smalinn hins vegar vandalaus eða niðursetningur mun þetta hafa farið eftir hjartagæsku húsbændanna. Eitt er það, sem ekki má gleymast, þegar rætt er um hjásetu, en það er vinur og félagi smalans, hundurinn, þetta trygga og vitra dýr, sem aldrei yfirgaf húsbónda sinn og gerði engan mannamun, alltaf sama tryggðin og undirgefnin, hvort heldur sem húsbóndinn var fullorðinn maður eða bara 10 ára barn. I samskiptum smalans og hundsins voru margir þræðir er tengdu þá órofa tryggðaböndum. Hræðsla smalans við einveruna, fjöll- in og útilegumennina hvarf að mestu við félagsskap smala- hundsins, þá var það ómetanleg dægrastytting að tala og leika sér við hundinn sinn að ótöldum öllum snúningunum, sem hundurinn sparaði smalanum með því að fara í kringum ærnar. Þetta síkáta, yndislega, trygglynda dýr varð mörgum smalanum sú raunabót og sá styrkur í erfiðri tilveru, sem gerði honum lífið einhvers virði og og bjargaði honum oft frá ævilöngu hjartakali. Að síðustu má minnast á smalaprikið, þennan veldissprota smalans, sem hann ógnaði kvíánum með og þó ótrúlegt sé, þá virtust ærnar taka mikið tillit til þess, ef þær við rekstur úr haga og í ætluðu að rölta eitthvað afleiðis, þá nægði smalanum oft að kalla og rétta út smalaprikið, þá sneru þær við og skokkuðu inn í hópinn aftur. Ennfremur létti smalaprikið gang smalans í 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.