Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 48
hvammur með einhverjum gróðri. Okkur verður litið niður í
þessa lægð, og sjáum, að þar er hópur af konum, líklega milli tíu
og tuttugu alls. Þær bogruðu allar yfir þúfurnar og virtust vera
að tína eitthvað. Allar voru þær klæddar á gamla vísu og voru í
síðum pilsum, ermalöngum blússum eða treyjum, og það sem
athyglisverðast var, allar voru þær með þríhyrnur eða skakka
yfir herðunum, eins og eldri konur voru vanar að nota í uppvexti
mínum. Litur búninganna var mismunandi og einkum voru
þríhyrnurnar marglitar og fagurlitar. Við Heiða sögðum hvort
við annað á þessa leið: ,Jæja, eru þær þá komnar hingað upp
allar konurnar úr Djúpuvík, til að tína ber“. Okkur fannst þetta
ekkert undarlegt. Við höfðum augun á konunum, meðan við
gengum framhjá þeim, og töluðum um þær og búninga þeirra.
Svo bar leiti á milli og þær hurfu okkur. En er við höfðum gengið
enn um stund, var eins og við rönkuðum allt í einu við okkur, eða
eins og við vöknuðum upp af einskonar leiðslu. Við staðnæmd-
umst og sögðum hvort við annað, undrandi: „Hvað var það sem
við sáum? Hér uppi á fjallinu eru engin ber, og fáar konur eru
eftir á Djúpuvík. Hvaða konur geta þetta verið? Þetta er undar-
legt!“ Við ræddum þetta um stund, og okkur kom til hugar, að
snúa aftur og gæta að, hvort konurnar væru enn á sama stað.
En við áræddum ekki að snúa við. Það var eins og einhver
geigur læddist að okkur. Við skildum, að þetta gátu ekki verið
venjulegar, jarðneskar, mennskar konur.
Við héldum áfram ferð okkar, og komum niður af fjallinu
annarsstaðar.
III
Oft hefur okkur orðið hugsað til þessarar sýnar síðan. Kon-
urnar á fjallinu virðast hafa verið klæddar á sama hátt og flestar
sögur um huldukonur lýsa þeim. En hvað er huldufólk og
hvernig á að skilja tilvist þess? Með lífssambandsuppgötvunum
dr. Helga Pjeturss mun mega gera sér nokkra grein fyrir því,
hvernig þessu er varið, þótt ekki ræði hann um huldufólk í ritum
sínum.
46