Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 118
Sagnir af
Guðmundi
í Ingólfsfirði
Guðmundur var Jónsson, f. 9. apríl 1801, d. 25. nóv. 1875.
Hann var bróðir Páls Jónssonar, f. 1795, d. 19. des. 1881,
hreppstjóra í Kaldbak, langafa míns, og er frá Páli mikill ætt-
bálkur kominn, hin svonefnda Pálsætt eða Kaldbaksætt. í karl-
legg er ætt þessi komin úr Grunnavíkurhreppi. Faðir
Guðmundar og Páls var Jón, f. um 1756, d. 1804. Hann bjó
alllengi á ýmsum stöðum í Víkursveit, en mun hafa flutzt rétt
fyrir dauða sinn til Guðlaugsvíkur. Jón var sonur Páls Björns-
sonar í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi, síðar í Hlöðuvík.
Lengra hefur ekki tekizt að rekja karllegginn, þar sem gögn
þrýtur.
Guðmundur bjó lengst af á Kjörvogi eða frá 1828—62, en var
síðan bóndi i Ingólfsfirði til æviloka, og heyrði ég hann fremur
kenndan við þann bæ. Hann var kvæntur Guðrúnu Gísladóttur
frá Drangavík, og áttu þau sex börn, sem upp komust. Eitt þeirra
var Helga. Hún var móðir Valdimars, föður Finnboga Rúts
fyrrv. alþingismanns og bankastjóra, Hannbals, fyrrv. alþingis-
manns og ráðherra og þeirra systkina. Gift var hún Jóni Jóns-
syni, er nefndi sig Melsted, hinum besta stjórnara og hákarla-
formanni. Önnur dóttir Guðmundar var Þorbjörg. Er það í
frásögur fært, að hún, sem átti um skeið heima á Bíldudal, rak
þaðan 15 kindur yfir fjöll til Ingólfsfjarðar. Þegar hún lagði af
116