Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 76

Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 76
dórs Kr. Júlíussonar sýslumanns. Sýslumannshúsinu eins og það var venjulega kallað. Það hafði staðið autt, síðan Halldór flutti til Reykjavíkur. Bretarnir máttu aldrei sjá autt hús, þá voru þeir óðara fluttir inn í það. Þó að hermennirnir væru þarna í nánu sambýli við aðra þorpsbúa, gekk sambýlið vel, og kann ég ekki að greina frá neinum árekstrum i sambandi við veru þeirra þar. Þó varð vera þeirra að einu leyti afdrifarík. Þeir bjuggu í Sýslu- mannshúsinu eins og áður er getið. Það var gamalt timburhús. Við hlið þess stóðu verzlunarhús kaupfélagsins, er einnig voru gömul timburhús og var fremur mjótt sund á milli. Við enda verzlunarhúsanna var frystihús og síðan sláturhús, og voru þessi hús í einni lengju. Nótt eina kom upp eldur í Sýslumannshúsinu og barst hann skjótt í verzlunarhúsin. Þetta voru eins og áður er getið gömul timburhús og fuðruðu þau fljótt upp. Frystihúsið var fullt af keti og veitti það eldinum mikið viðnám. Það er álit þeirra manna, er þarna voru viðstaddir, að ef svo hefði ekki verið, mundu flest öll hús á Borðeyri hafa orðið eldinum að bráð. Útbreiðsla eldsins var stöðvuð á þann hátt, að áður en eldurinn náði að brjóta sér leið gegnum þak frystihússins, var þak slátur- hússins fellt og húsið sagað og höggvið í sundur og borinn snjór á milli, var þá auðvelt að gæta þess að eldurinn færi ekki lengra. Ötul forganga Þórarins Lýðssonar var þessu að þakka. Það var mikið áfall fyrir kaupfélagið á Borðeyri að missa frystihúsið, og úr því hefur ennþá ekki verið bætt, þó liðnir séu rúmir þrír áratugir. Óumdeilanlega áttu Bretar sök á þessum eldsvoða. Varðstaða var höfð á Borðeyri, og stóð einn maður vörð innst á Borðeyrarmel, á melsnoppunni, sem kallað er. Hún er há og er þar veðra slæmt og virtist manni þeim oft verða kalt, því að skýli höfðu þeir mjög lélegt. Sjálfsagt hefur hermönnunum leiðst þarna, og fóru þeir því að hæna að sér hund, sem Eyjólfur í Sólheimum átti. Fór svo, að þó hundurinn færi heim með Eyjólfi úr Borðeyrarferðum, að hann strauk norður aftur og hélt til hjá verðinum. Þessu lauk með þvi að hundurinn hætti að gegna Eyjólfi og var ófáanlegur til þess að yfirgefa varðstöðu sína og virtist því alfarið genginn í bandaríska herinn. Það var vitað, að herinn hafði lagt tundurduflagirðingu þvert 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.