Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 95
hélt ég þá heimleiðis á eftir fénu, því mér fannst meginhlutinn
vera kominn, en ekki var gott að segja til um það, því skyggni var
slæmt. Þegar ég kom að fjárhúsunum, var Georg þar kominn, og
hófumst við handa að láta inn féð. Er við höfðum talið það, kom
í ljós, að enga kind vantaði, þar með taldar þær sex, sem höfðu
vantað kvöldið áður. Við feðgar vorum allshugarfegnir, er féð
var komið í hús, en þó undrandi yfir þeirri greind og kjarki, er
svarta kindin sýndi í þetta skipti. Þetta var löng leið, sem féð
hafði farið og beint á móti veðri að sækja. Eg skal ekkert um það
segja, hvernig farið hefði, ef sú svarta hefði ekki tekið til sinna
ráða. Hríðin stóð lengi og var mjög hörð, og urðu víða miklir
fjárskaðar. Ekki er vafi á því, að hefðum við ekki fundið féð um
kvöldið, þá hefði illa farið.
Er við höfðum gefið fénu, fórum við heim, og varð mér strax
litið á hitamælinn, sem sýndi þrettán stiga frost. Sjö stiga hiti var
um morguninn, og hafði hitastigið því lækkað um tuttugu stig á
nokkrum klukkustundum. Þetta eru þær sneggstu veðrabreyt-
ingar, sem ég man eftir.
Þessi stutta frásaga er glöggt dæmi um það, að ennþá getur
góð forystukind gegnt mikilvægu hlutverki í hjörð sauðfjár-
bænda.
93