Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 78
Símon jóh. Agústsson:
„Sjáið þið
helvítis drauginn“
Það mun hafa verið seint á jólaföstu veturinn 1915, að at-
burður sá gerðist i Kjós í Reykjarfiröi sem nú skal greina. Afi
minn, Guðmundur Ólason, hafði brugðið sér snemma morguns
til næsta bæjar, Reykjarfjarðar. Milli bæjanna er um hálftíma
gangur. Landslagi er þar svo háttað, að botn fjarðarins klofnar í
tvennt um nes það, er Stekkjarnes heitir, og er Reykjarfjörður í
nyrðri víkinni, en Kjós í hinni syðri. Syðri víkin heitir Kjósarvík,
og verður fyrir botni hennar sléttur sandur um 200—300 metra
langur. Stendur bærinn Kjós spölkorn fyrir austan sandinn á
leiti nokkru. Sést mestallur sandurinn af hlaðinu í Kjós, en þann
hluta sandsins, sem næstur er bænum, skyggir Leitið þó á. Þarf
ekki að ganga nema um 20 metra frá bæjardyrunum fram á
leitisbrúnina, svo að allur sandurinn sjáist.
Þennan morgun var stafalogn og gott skyggni, þótt ekki væri
heiðríkt. Föl hafði fallið um nóttina, svo að hvítt var yfir allt.
Tæplega var orðið fullbjart, og var ég og yngri systkin mín
nýkomin á fætur. Vorum við eitthvað að dunda frammi í
bæjardyrum ásamt kerlingu, sem Kristín hét Þorsteinsdóttir,
kölluð Stína. Hún var vel hjátrúarfull, forn i skapi og varð oft vör
við ýmsan slæðing. Bæjardyrnar voru opnar í góða veðrinu og
skyggndumst við öðru hverju eftir ferðum afa. Allt í einu bregður
Stína hendi fyrir auga og segir: „Þarna er afi ykkar að koma.
Sjáið þið helvítis drauginn á undan honum!“ Við lítum við og
sjáum, hvar afi gengur í hægðum sínum eftir sandinum, og á
undan honum liður eitthvað, líkt litlum manni; sjáum við
76