Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 102
Ragnheiður Jónsdótlir
frá Broddadalsá:
Sagnir af
Gísla í Hlíð
Gísli hét maður, Gunnlaugsson, Guðbrandssonar, Hjálmars-
sonar prests í Tröllatungu, hann bjó um nokkurt skeið að Hlíð í
Kollafirði í Strandasýslu.
Eg sá Gísla og kynntist honum á efri árum hans. Hann dvaldi
stundum við smíðar og lagfæringar á heimili foreldra minna, því
hann var laginn við smíðar þótt aldrei lærði hann neitt, það
tilheyrði ekki þeim tíma. En allt varð að smíða og gera við á
heimilunum svo sem kýrmeisa, orf, hrífur og klyfbera, svo þurftu
konurnar stundum að fá hjálp i búrinu, ef sláturílátin fóru að
leka, þá þurfti að smíða gjarðir, einnig pottahlemma og margt
fleira, þetta smíðaði Gísli allt.
Einu sinni smíðaði hann rúm þannig gert, að draga mátti það
sundur og saman eftir þörfum. Eitt sinn þegar hann var að smíða
rúmið kom móðir mín til hans að kalla á hann að borða, þá segir
hann og ber sig mjög aumlega. „Eg hef enga matarlyst, mér
hefur orðið á, ég er búinn að eyðileggja rúmið“, og sýnir henni
um leið einhver smá mistök, sem ég man nú ekki hvað var, en
hún benti honum á hvernig mætti lagfæra svo ekki bæri á því, þá
létti honum nokkuð og sagði: „Eg ætla ekki að borða, en ef þú átt
eitthvað á könnunni skal ég þiggja það“. Þegar rúmið var búið