Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 50
hálfgerðri leiðslu meðan sýnin varir, þá sljóvgast gagnrýni hans
og sjálfstæð athyglisgáfa.
Eg hef talað við fólk, sem séð hefur huldufólk, og stundum
hefur þetta sama fólk séð ,,álfalandslag“ jafnframt því, sem það
skynjaði sitt eigið, venjulega landslag í umhverfi sínu. Slíkt
virðist mér benda eindregið til þess, að huldufólkið og hið fram-
andi „álfalandslag“ hafi ekki verið í umhverfi sjáandans, heldur
hafi þarna verið um fjarsýn að ræða til annars staðar, sem þá að
öllum likindum hefur verið á öðrum hnetti.
Alkunn eru dæmi þess, að fólk telur sig hafa leikið sér við
huldubörn, þegar það var í bernsku. Skýring á því mun vera sú,
að hið jarðneska barn okkar hefur komist í svo náið lífssamband
við ,,huldubarn“ að því finnst um stund að það sé þetta barn.
„Huldubarnið“ er að leika sér við systkini sín og önnur börn í
hinu fjarlæga heimkynni sínu, móðir þess gefur því e.t.v. mat
með hinum börnunum, það hleypur út og inn um húsið heima
hjá sér, eins og börnum er títt, hvar i heimi, sem þau eiga heima.
En jarðarbarnið okkar, sem um stund er í einskonar leiðslu-
eða sambandsástandi, skynjar allt, sem ,,huldubarnið“ sér eða
tekur sér fyrir hendur, og lífssamband þess við ,,huldubarnið“ er
svo sterkt, að því finnst það sjálft vera þetta barn.
Þetta sambandsástand er því hliðstætt draumreynslu, þvi
dreymandanum finnst hann ævinlega sjá og lifa það sem
draumgjafinn (þ.e. sá er draumurinn stafar frá) sér og reynir þá
stundina.
IV
En svo virðist líka eftir sumum sögnum að dæma, sem álfar
hafi stundum birst hér í líkamlegri mynd, og haft samneyti við
menn. Þarf slíkt ekki að vera óskiljanlegt eða óútskýranlegt. Er
þar um að ræða fyrirbrigði, sem nefna mætti hamfarir, og er í þvi
fólgið, að maður flyst á svipstundu milli fjarlægra staða. Mun sá
ferðamáti algengur vera milli lífsstefnumannkynja víða í al-
heimi. Enda mun það vera eini möguleikinn til ferðalaga milli
hinna dreifðu hnatta algeimsins þar sem fjarlægðir nema tugum
og þúsundum ljósára.
48