Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 42
en þær fóru alltaf fram í ungmennafélagshúsinu að Borgum.
Margur leikandinn átti langa heimangöngu til æfinga, og að
vetrinum var ekki um neitt farartæki að ræða. Þá varð hver og
einn að treysta á eigin fætur.
Á fyrstu árum félagsins var á skemmtunum notast aðallega við
einfalda harmóniku og voru margir, sem kunnu með hana að
fara. Ég býst við, að ekki þætti mikið til slíks hljóðfæris koma nú
á tímum, en þá þótti þetta gott, og ekki vantaði fjörið. Seinna
eignaðist félagið grammófón og smátt og smátt heilmikið plötu-
safn. Grammófónninn var mikið notaður á tímabili og þó eink-
um í sambandi við fundina. Síðar voru fengin stór hljóðfæri, og
hljóðfæraleikarar voru fengnir, t.d. Kollafjarðarnesbræður.
Vorskemmtun félagsins var venjulega haldin í júní eða júlí og
var þá reynt að hafa allfjölbreytta skemmtiskrá. Þá var einkum
lögð áherzla á útiatriði t.d. íþróttir svo sem hlaup, ýmisskonar
kappslátt, í fyrstu með orfi og ljá, en síðar með dráttarvélum og
þótti það hin bezta skemmtun.
Það sem var einkennandi fyrir skemmtanalífið í ungmenna-
félaginu a.m.k. á fyrstu áratugum þess, var það, að þá sást aldrei
vín á nokkrum manni. Samt var það þannig, að mikið fjör var á
þessum skemmtunum og voru þær vinsælar. Þetta breyttist hjá
ungmennafélaginu eins og öðrum, að nokkuð fór að bera á
notkun áfengis, en aldrei hefur það haft nein vandræði eða
leiðindi í för með sér.
íþróttaáhugi var ekki mikill á fyrstu árunum, þó var nokkuð
reynt til að koma á íþróttanámskeiðum, en illa gekk að fá kenn-
ara, og man ég ekki eftir nema einu slíku innanhússnámskeiði,
sem ég held að hafi verið leikfimi fyrst og fremst. U.M.F. Harpa
gekk tiltölulega snemma í I.S.I., en notfærði sér lítið þau hlunn-
indi, sem því fylgdu. Miklar deilur voru innan félagsins um það,
hvort gengið skyldi í U.M.F.I., og bera fundargerðir með sér, að
það mál hafi oft verið á dagskrá, en ekki var samstaða innan
félagsins um afgreiðslu þess. Á árunum 1955—1960 kom mikil
lægð í starfsemi ungmennafélagsins.
Árið 1960 verður mikil breyting á högum U.M.F. Hörpu.
Margt ungt fólk gekk þá í félagið og tók stjórn þess í sínar
40