Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 119

Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 119
stað, hafði hún fylgdarmann með sér, en hann missti kjark eða gafst upp og sneri við. Guðmundur Arngrímsson hét sonur hennar, hið mesta karlmenni og dugnaðarmaður. Hann var bóndi að Eyri í Ingólfsfirði og var faðir Guðjóns hreppstjóra á Eyri og Ólafs og Jóns kaupsýslumanna í Reykjavik. Meðal barna Guðmundar Jónssonar var Jón, er lengi bjó að Bjarnarnesi í Grunnavíkurhreppi, og síðar verður vikið að í þessum þætti. Guðmundur var greindur og vel að sér, en nokkuð forneskju- legur. Hann var atorkusamur, góður sjómaður eins og margir ættmenn hans, og vel bjargálna. Ganga ýmsar sögur af sérvizku hans og kynlegum háttum og tilsvörum. Þar sem Guðmundur var betur að sér en þorri alþýðumanna var þá, var þrjózkum strákum oft komið á heimili hans til lær- dóms, og þótti hann snillingur við slíka pilta. Námsgreinarnar voru ekki aðrar en lestur, skrift, kristin fræði og e.t.v. eitthvað í reikningi. Ef Guðmundi þótti strákarnir ekki hafa lagt sig nægilega fram við námið, var hann vanur að reisa krossa og krossfesta þá á föstudaginn langa hvernig sem viðraði. Batt hann þá á krossana eða rak nagla gegnum föt þeirra. Gekk svo Guðmundur um og hæddi strákana og spottaði, líkt og gyðingar forðum endur- lausnarann. Lét hann þá hanga á krossunum stundarkorn, og ef þeir kveinkuðu sér, sagði hann: „Meira mátti frelsarinn líða“. Mjög stranglega gekk Guðmundur eftir því, að fyrirmæli hans væru rétt skilin og að þeim væri hlýtt. Eitt sinn fannst dauð mús í bænum i Ingólfsfirði. Guðmundur bað þá strák nokkurn, sem var til náms hjá honum, að taka músina og leggja hana á haug- inn. Hann hlýddi undireins, tók músina og kastaði henni út á haug. Guðmundur horfði á aðfarir hans og lét þegar vanþóknun sína i ljós, þar sem hann hafði ekki unnið verkið eins og hann bað hann um að gera það. Hann hafði beðið hann að leggja músina á hauginn, en strákur hafði kastað henni á hauginn. Varð hann nú að taka músina af haugnum, bera hana inn í bæ og láta hana á sama stað og hún var áður, taka hana upp á ný og leggja hana kirfilega á hauginn. Þessum ögunarháttum sínum lét Guðmundur stundum fylgja 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.