Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 22
gleymdi, sem tók þátt í honum, og víst er, að margri heimasæt-
unni vöknaði um augu við að horfa á tryggð og hlusta á sáran
jarm þessara fallegu litlu sakleysingja. Fráfærnalömb voru að
hausti kölluð graslömb eða hagfæringar, þau voru að jafnaði
mun minni en dilkar.
Áður fyrr voru fráfærnalömbin yfirleitt sett á vetur og þeim
slátrað veturgömlum, eða seld á fæti. Meðal annars komu hing-
að til lands enskir fjárkaupmenn og fluttu féð lifandi til Eng-
lands Þegar sala lifandi fjár hætti og einnig þegar efnahagur
fólks fór það batnandi að hungurhættan hvarf að mestu, var
hætt að færa frá. Þá var lömbunum slátrað á haustin, og voru
graslömbin oft rýr til frálags miðað við dilkana.
Yfirleitt voru verri heimtur á graslömbunum á haustin, en á
öðru fé og er það skiljanlegt, þau voru ung og óreynd og þekktu
ekki ógnir öræfanna, ennfremur hefur eðlisvitund þeirra verið
minna þroskuð, þau gátu ekki lært af móðurinni ýmis viðbrögð
við hættum fjallanna og mun refurinn oft hafa verið þeim
skeinuhættur, enda engin móðir til að verja þau.
Stundum kom það fyrir, að eitt eða tvö lömb komu á þær
slóðir sem kvíaærnar voru og urðu þar fagnaðarfundir, ærin
kumraði og sleikti lambið, en það fór viðstöðulaust undir móð-
urina og teygaði mjólkina af mikilli ákefð, því næst lagðist
móðirin og hafði lambið undir óstinni og var eins og hún vildi
vernda það, svo það yrði ekki tekið frá henni aftur. Stundum
munu hafa komið tár í augu smalans þegar lambið var tekið
aftur frá móðurinni og þá venjulega flutt það langt í burtu, með
band fyrir augum, að ómögulegt var fyrir það að rata til baka.
En smalinn eða smalastúlkan var oft bara 10 ára, stundum
vandalaus og hefur þá sjálfsagt fundið eitthvað sameiginlegt
með sér og vesalings litla lambinu.
Hjásetan
Á morgnana var smalinn vakinn það snemma, að hann tæki
kvíaærnar úr nátthaganum kl. 6. Nátthagi var allstór rétt, veggir
hlaðnir úr grjóti eða öðru efni og fór það eftir staðháttum.
20